Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 55
IcePaHC-trjábankanum en eftir sem áður þarf að gera grein fyrir þeim á
einhvern hátt. Þau benda til þess að umröðun með fallmynstrum öðrum
en þgf-þf hafi a.m.k. ekki verið alveg útilokuð. Til þess að setja þennan
fjölda í samhengi voru 193 dæmi með ómarkaða fallmynstrinu þgf-þf af
alls 200 dæmum um umröðun óháð fallmynstri (öll tímaskeið meðtalin).
Sá fjöldi táknar að umröðun verður í 28,5% dæma um þgf-þf-sagnir en
677 dæmi voru alls um það fallmynstur. Til samanburðar voru 7 dæmi um
umröðun með mörkuðu fallmynstrunum, þ.e. 13,2% af alls 53 dæmum
um önnur fallmynstur en þgf-þf. Til þess að átta sig betur á tíðni og eðli
þessara möguleika í orðaröð þyrfti að skoða mörkuðu fallmynstrin í stærri
málheild en IcePaHC og jafnframt að bera dæmin saman við sambærileg
dæmi í nútímamáli.
Ekki er að sjá á fornmálsdæmum að nokkur hamla gildi um kvikt
beina andlagsins enda er það sjaldnast lifandi vera (aðeins 14 af 183 um -
röð unardæmum forna málsins, 15 af 200 ef miðað er við gagnasafnið í
heild), ólíkt hefðbundnum nútímamálsdæmum. Langsamlega flest dæmi
um umröðun eru með ókviku beinu andlagi og óbeinu andlagi sem er lif-
andi vera (alls 146 dæmi), þ.e. dæmi eins og sýnd eru í (13):
(13)a. en fékk [vopn þeirra]ba [sínum mönnum]óa
(1250.STURLUNGA.NAR-SAG,446.2055)
b. og færðu þeir [féið allt]ba [Haraldi konungi]óa
(1260.JOMSVIKINGAR.NAR-SAG,.937)
c. og segið [þau svör mín]ba [yðrum höfðingja]óa, að eg tel í mínu valdi
vera allt það, er … (1300.ALEXANDER.NAR-SAG,.1263)
Einnig er fjöldi fornmálsdæma um að beina andlagið sé óákveðið þótt það
óbeina sé ákveðið (alls 71 dæmi; 56 dæmi ef frá eru talin þung óbein andlög):
(14)a. En þaðan frá mælti hann eigi [höfugt orð]ba [prestinum]óa
(1210.JARTEIN.REL-SAG,.288)
b. … er Austurvegskonungar færðu [fórnir]ba [Drottni órum]óa
á þessum degi … (1150.HOMILIUBOK.REL-SER,.2001)
c. … þá er hann gaf [gjafir]ba [sínum vinum]óa
(1210.THORLAKUR.REL-SAG,.426)
Dæmi af þessu tagi samrýmast ekki vel þeirri tengingu við upplýs inga -
flæði/brennidepil sem nefnd hefur verið í umfjöllun um umröðun í nú -
tíma íslensku. Þau kunna þó að einhverju leyti að skýrast af þyngd, enda
er beina andlagið yfirleitt létt í þessum tilvikum.
Sögulegar breytingar á orðaröð 55