Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 186
réttilega á voru norðurgermanska og vesturgermanska orðnar svo aðgreindar um
200 e. Kr. að ekki er unnt að gera ráð fyrir sameiginlegu norðvesturgermönsku
málstigi lengur [ef það hefur þá nokkurn tíma verið til: viðbót ritdómara]. Eldri
og elstu rúnaáletranirnar sýna greinileg norræn máleinkenni og því er málið á
þeim norðurgermanska.
Þótt umræða MS sé yfirleitt til fyrirmyndar má gera nokkrar athugasemdir
við textann eins og nú verður rakið.
2. Germanska rúnastafrófið
Á bls. 16 er tafla með germanska rúnastafrófinu þar sem nöfn rúnanna eru end-
urgerð fyrir frumgermanskt málstig. Þá er hljóðgildi hverrar rúnar sýnt. Óvissa
hefur ríkt um hljóðgildi 13. rúnarinnar, þ.e. ᛇ, sjá t.d. Antonsen (1975:2–6), sem
sjálfur gerir ráð fyrir að hún hafi staðið fyrir */æː/, sem síðar varð að /aː/ í
norður- og vesturgermönsku. Eins og Krause (1971:26) bendir á styður hvorki
nafn rúnarinnar (sjá hér að neðan) né notkun hennar í skiljanlegum orðum þessa
skoðun. Öndvert við Antonsen taldi Krause (1966:2, 5, 1971:26) að þegar fuþark
varð til hefði frumgermanska tvíhljóðið ei enn ekki verið fallið saman við ī og því
hefði ástæða verið til að aðgreina þau í skrift. Hann taldi að nöfn rúnanna sem
notaðar voru fyrir þessi aðgreindu hljóð hefðu á frumgermönskum tíma verið
*eisaz ‘ís’, sem síðar varð *īsaz, og *īwaz ‘ýviður’ með gömlu einhljóði ī. Fyrri
rúnin hefði verið notuð fyrir stutt og langt i. Hins vegar hefði hljóðgildið sem
*īwaz stóð fyrir verið ï.1 Þessari skoðun er einnig haldið fram af Düwel (2001:6,
198–199) en hún er undarleg, svo ekki sé meira sagt. Ef þörf var á rún til að tákna
hálfnálægt ï — auk rúnar sem stóð fyrir /i/ og /iː/ — hví í ósköpunum skyldi þá
nafnið *īwaz, sem frá fornu fari hefði haft einhljóðið [iː], hafa verið valið til þess
— og öfugt: nafnið *īsaz með upprunalegu tvíhljóði ei sem enn var ekki fallið
saman við ī (!) tekið upp til að tákna /i/ og /iː/? Krause virðist reyndar hafa verið
svolítið óviss í þessum efnum. Í riti sínu Runen (1970:15) umritar hann rúnina ᛇ
með tvíhljóðinu ei þar sem hann sýnir hið eldra fuþark en síðar í sama riti (bls.
28–29) segir hann nöfn rúnanna ᛁ og ᛇ hafa verið „*eisaz?, *īsaz“ og „*ī(h)waz“,
tilsvarslega. — MS áttar sig á þessari mótsögn og gerir því öndvert við Krause ráð
fyrir að heiti umræddra rúna hafi verið *īsan (hk. eins og í fornensku og
fornháþýsku) og *ei(h)waz (réttara: *eiwaz, sjá EWA V: 240–244); hann umritar
rúnirnar með i og ï en telur hins vegar að þær hafi báðar táknað /i(ː)/. Þetta mis-
ræmi kemur á óvart en ég reikna með að það skýrist þannig: MS telur, eins og
von er, að þegar rúnastafrófið varð til hafi rúnirnar ᛁ og ᛇ staðið fyrir aðgreind
hljóð, þ.e. ᛁ fyrir /i/ og /iː/ en ᛇ fyrir langt einhljóð sem hafði þróast úr tví-
hljóðinu /ei/ en var ekki enn runnið saman við /iː/ (ekki er ólíklegt að það hafi
verið [ɪː]);2 hins vegar þegar elstu rúnaáletranir koma fram hafi hljóðgildi rúnar-
Ritdómar186
1 Krause (1966:2). Í Krause (1971:26) er aftur á móti sagt að þegar rúnastafrófið varð
til í upphafi 1. aldar e. Kr. hafi einhljóðið sem rúnin ᛇ stóð fyrir verið mjög lokað ē.-hljóð.
2 Ef rétt er að orðið sem notað var sem nafn á umræddri rún hafi á frumgermönskum