Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 186

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 186
réttilega á voru norðurgermanska og vesturgermanska orðnar svo aðgreindar um 200 e. Kr. að ekki er unnt að gera ráð fyrir sameiginlegu norðvesturgermönsku málstigi lengur [ef það hefur þá nokkurn tíma verið til: viðbót ritdómara]. Eldri og elstu rúnaáletranirnar sýna greinileg norræn máleinkenni og því er málið á þeim norðurgermanska. Þótt umræða MS sé yfirleitt til fyrirmyndar má gera nokkrar athugasemdir við textann eins og nú verður rakið. 2. Germanska rúnastafrófið Á bls. 16 er tafla með germanska rúnastafrófinu þar sem nöfn rúnanna eru end- urgerð fyrir frumgermanskt málstig. Þá er hljóðgildi hverrar rúnar sýnt. Óvissa hefur ríkt um hljóðgildi 13. rúnarinnar, þ.e. ᛇ, sjá t.d. Antonsen (1975:2–6), sem sjálfur gerir ráð fyrir að hún hafi staðið fyrir */æː/, sem síðar varð að /aː/ í norður- og vesturgermönsku. Eins og Krause (1971:26) bendir á styður hvorki nafn rúnarinnar (sjá hér að neðan) né notkun hennar í skiljanlegum orðum þessa skoðun. Öndvert við Antonsen taldi Krause (1966:2, 5, 1971:26) að þegar fuþark varð til hefði frumgermanska tvíhljóðið ei enn ekki verið fallið saman við ī og því hefði ástæða verið til að aðgreina þau í skrift. Hann taldi að nöfn rúnanna sem notaðar voru fyrir þessi aðgreindu hljóð hefðu á frumgermönskum tíma verið *eisaz ‘ís’, sem síðar varð *īsaz, og *īwaz ‘ýviður’ með gömlu einhljóði ī. Fyrri rúnin hefði verið notuð fyrir stutt og langt i. Hins vegar hefði hljóðgildið sem *īwaz stóð fyrir verið ï.1 Þessari skoðun er einnig haldið fram af Düwel (2001:6, 198–199) en hún er undarleg, svo ekki sé meira sagt. Ef þörf var á rún til að tákna hálfnálægt ï — auk rúnar sem stóð fyrir /i/ og /iː/ — hví í ósköpunum skyldi þá nafnið *īwaz, sem frá fornu fari hefði haft einhljóðið [iː], hafa verið valið til þess — og öfugt: nafnið *īsaz með upprunalegu tvíhljóði ei sem enn var ekki fallið saman við ī (!) tekið upp til að tákna /i/ og /iː/? Krause virðist reyndar hafa verið svolítið óviss í þessum efnum. Í riti sínu Runen (1970:15) umritar hann rúnina ᛇ með tvíhljóðinu ei þar sem hann sýnir hið eldra fuþark en síðar í sama riti (bls. 28–29) segir hann nöfn rúnanna ᛁ og ᛇ hafa verið „*eisaz?, *īsaz“ og „*ī(h)waz“, tilsvarslega. — MS áttar sig á þessari mótsögn og gerir því öndvert við Krause ráð fyrir að heiti umræddra rúna hafi verið *īsan (hk. eins og í fornensku og fornháþýsku) og *ei(h)waz (réttara: *eiwaz, sjá EWA V: 240–244); hann umritar rúnirnar með i og ï en telur hins vegar að þær hafi báðar táknað /i(ː)/. Þetta mis- ræmi kemur á óvart en ég reikna með að það skýrist þannig: MS telur, eins og von er, að þegar rúnastafrófið varð til hafi rúnirnar ᛁ og ᛇ staðið fyrir aðgreind hljóð, þ.e. ᛁ fyrir /i/ og /iː/ en ᛇ fyrir langt einhljóð sem hafði þróast úr tví- hljóðinu /ei/ en var ekki enn runnið saman við /iː/ (ekki er ólíklegt að það hafi verið [ɪː]);2 hins vegar þegar elstu rúnaáletranir koma fram hafi hljóðgildi rúnar- Ritdómar186 1 Krause (1966:2). Í Krause (1971:26) er aftur á móti sagt að þegar rúnastafrófið varð til í upphafi 1. aldar e. Kr. hafi einhljóðið sem rúnin ᛇ stóð fyrir verið mjög lokað ē.-hljóð. 2 Ef rétt er að orðið sem notað var sem nafn á umræddri rún hafi á frumgermönskum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.