Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 44

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 44
Dæmi af þessum toga eru forvitnileg því óbeina andlagið fer venjulega á undan beina andlaginu að öðru leyti (sjá Haugan 2000:173). Þorbjörg Hróars - dóttir (2000:210) segir að hennar niðurstöður bendi til að ekki skipti máli hvort beina andlagið sé fornafn eða heill nafnliður í dæmum af þessu tagi heldur hafi það óháð tegund liðarins ríka tilhneigingu til að birt ast á undan sögninni og óbeina andlagið á eftir henni í t3-röð — af 20 dæmum um t3 var aðeins eitt dæmi um óa-ba. Einnig er augljóst af forníslenskum dæm - um sem tilfærð hafa verið að liðirnir eru alls ekki endilega ákveðnir eða beina andlagið lifandi verur. Hömlurnar hafa því tekið breytingum þótt hugsanlegt sé að breytileikinn hafi eftir sem áður verið bundinn við hlið - stæðar sagnir og í nútímamáli. Aftur verður komið að þessum atriðum í 4. og 5. kafla hér á eftir en fyrst skal nú gerð grein fyrir sérstakri rannsókn á röð beins og óbeins andlags í IcePaHC-trjábankanum. 3. Rannsókn á tveggja andlaga sögnum í IcePaHC Rannsóknin takmarkaðist við setningar í IcePaHC sem innihéldu beint andlag (greint sem NP-OB1) og óbeint andlag (greint NP-OB2), þar sem síðan var farið handvirkt yfir dæmin og þau flokkuð. Upphaflega var safnað dæmum bæði um fornöfn og nafnorð en niðurstöðurnar hér á eftir ná einvörðungu til nafnorða (þ.e. liða af gerðinni NP sem innihalda hausa af gerðinni N) nema annað sé tekið fram. Leitin einskorðaðist því ekki beinlínis við greiningarstrengi þar sem nafnliður innihéldi nafnorð heldur var einfaldlega farið yfir allar setningar sem innihéldu bæði beint og óbeint andlag. Þolmyndarsetningar voru ekki teknar með og ekki var heldur leitað að dæmum um forsetningarformgerðir á borð við senda bókina til Jóns eða gefa boltann á Jón. Hvort tveggja væri hins vegar eðlilegt skref í framhaldinu. Möguleikar á að flytja innri röklið tveggja andlaga sagnar (þ.e. beint eða óbeint andlag) í frumlagssæti virðast vera háðir hliðstæðum hömlum og möguleikar á umröðun í germynd (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2007:134–136) og því hefur verið haldið fram um þróun tveggja andlaga setn ingagerðarinnar í ensku að formgerð með forsetningarlið, þ.e. ba-flóa, hafi tekið beint við af og sé því (sögulega a.m.k.) sama fyrirbæri og umröðun (sbr. McFadden 2002). Stungið hefur verið upp á hliðstæðri grein ingu á umröðun í íslensku, þ.e. að hún samsvari ba-flóa þar sem for- setningin er ósýnileg (sbr. Collins og Höskuld Þráinsson 1996:420). For - setningarformgerð með sýnilegri forsetningu er þó sniðinn mun þrengri stakkur í íslensku en í skyldum tungumálum á borð við skandinavísku Heimir F. Viðarsson44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.