Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 84
eða *kött-þrifinn eru notaðar myndir með katt-, katt-liðugur og katt-þrif-
inn. Hægt er að finna einhverjar undantekningar en þær eru sjaldgæfar.11
Myndin katt- sem notuð er í stofnsamsetningunum kemur ekki fram í
beygingardæminu án beygingarendinga. Í beygingardæminu er hægt að
halda því fram að stofninn sé katt- en að hann taki á sig a.m.k. þrjár ólíkar
myndir við beyginguna, þ.e. kött-, kett- og katt-.12 Myndirnar með ö í
stofni má skýra með bæði beygingarlegu og hljóðkerfislegu u-hljóðvarpi
(sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2010 og Höskuld Þráinsson 2011), allt
eftir því hvort hljóðvarpið verður fyrir tilstilli beygingarendingar eða víxla
milli eintölu og fleirtölu (hk. land – lönd). Myndirnar kett-i og kett-ir er
hægt að skýra með i-hljóðvarpi.13 Hér er því einboðið að halda því fram
að stofn beygingardæmisins sé katt- en komi aldrei fyrir sjálfstæður önd-
vert við mörg önnur karlkynsnafnorð, eins og fjallað var um í kafla 3.3.
3.5 Óhljóðverptir lýsingarorðsstofnar í stofnsamsetningum
Í lýsingarorðum er eins og áður var nefnt venjan að tala um að stofninn
komi fram án endinga í eintölu í kvenkyni eins og sást í kafla 3.3. Ef hinn
eiginlegi stofn kæmi fram í þessari mynd gætum við átt von á hljóðverpt-
um myndum í stofnsamsetningunum í töflu 6 en sú er ekki raunin.
Stofnsamsetningar með hljóðverptum stofnum eru málfræðilega ótæk-
ar, sbr. *flötbytna, *glöðbeittur eða *fögurbúinn. Þetta eru þá sams konar
mynstur og í stofnsamsetningum með nafnorðsstofnum sem rætt var um
í kafla 3.4 hér á undan.
Þorsteinn G. Indriðason84
11 Veturliði Óskarsson benti mér á að samsetningin köttfær kæmi fyrir í Örnefnaskrá
yfir Sjöundá (bls. 4) og á það við um mann sem er mjög lipur í bjargi, flinkur að klifra
kletta.
12 Athyglisvert í þessu samhengi er viðskeytta orðið kettlingur þar sem stofninn er
hljóðbreyttur, kett-, en hann kemur ekki fyrir í stofnsamsetningum. Þetta bendir til þess,
ásamt dæmum eins og bæklingur (bók-), að önnur lögmál gildi um stofnsamsetningar en um
viðskeytt orð. Sjá nánari umfjöllun um þetta í kafla 3.6.
13 Hér er ekki gerður munur á virkni u-hljóðvarps og i-hljóðvarps í nútímamálinu þótt
hann sé vissulega fyrir hendi. U-hljóðvarpið er virkara þótt bæði hljóðvörpin séu af sögu-
legum toga (sjá umræðu um u-hljóðvarpið og að hluta til i-hljóðvarpið og virkni þessara
ferla hjá Þorsteini G. Indriðasyni 2010, Höskuldi Þráinssyni 2011 og Hauki Þorgeirssyni
2012, enn fremur líka hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1981). Því er alltaf spurning hversu réttlæt-
anlegt það er að nota sögulegt og að ýmsu leyti óvirkt hljóðvarp eins og i-hljóðvarpið við
samtímalega greiningu.