Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 123
tölu. Er þar á ferðinni athyglisverð og raunar óútskýrð takmörkun. Við
því hefði mátt búast að ef þessi orðmyndun væri málfræðilega virk aðgerð
í nútímamáli ætti hún ekki að vera takmörkuð við fleirtöluna.19 Fá slík
dæmi um eignarfall eintölu urðu þó á vegi okkar í tengslum við þessa
rannsókn (reyndar var ekki leitað að þeim á kerfisbundinn hátt). Slík
dæmi virðast raunar yfirleitt vera föst orðasambönd eða á einhvern hátt
stirðnaðar formgerðir, t.d. samsetningar eins og gamalsaldur (fletta í RMS
en ekki í ÍO), fátæksdómur (17. öld, RMS), dauðsmannsgrip ‘bláir blettir á
líkama’ (ÍO) eða orðasambönd eins og ungs manns gaman, feigs manns flan
o.þ.h., meðal annars í málsháttum: Raup er rags manns gaman. Og þó að
ekki sé ómögulegt að mynda ný, sambærileg orðasambönd eða formgerðir
með öðru lýsingarorði (sbr. ungs aldur20) virðist það ekki vanalegt.21 Hér
er á ferðinni áhugavert efni í aðra rannsókn en lengra verður ekki komist
að sinni.
heimildir
Ari Páll Kristinsson. 1991. Drög að leiðbeiningarriti fyrir orðanefndir. Fjölritað handrit. Íslensk
málstöð, Reykjavík.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1995. Íslensk orðsifjabók. 3. prentun með leiðréttingum. Orðabók
Háskólans, Reykjavík.
Ásta Svavarsdóttir, Guðrún Kvaran, Jón Hilmar Jónsson og Kristín Bjarnadóttir. 1993. Sýnihefti
sagnorðabókar. Rannsóknar- og fræðslurit 3. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Booij, Geert. 1994. Against split morphology. Geert Booij og Jaap Van Marle (ritstj.): Yearbook
of Morphology 1993, bls. 27–50. Springer-Science + Business Media, B.V., Dordrecht.
Booij, Geert. 1996. Inherent versus Contextual Inflection and the Split Morphology Hypothesis.
Geert Booij og Jaap Van Marle (ritstj.): Yearbook of Morphology 1995, bls. 1–16. Springer-
Science + Business Media, B.V., Dordrecht.
Booij, Geert. 2007. The Grammar of Words. 2. útg. Oxford University Press, Oxford.
Bresnan, Joan og Sam M. Mchombo. 1995. The lexical integrity principle: Evidence from Bantu.
Natural Language and Linguistic Theory 13:181–254.
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 123
19 Hér bendir ritrýnir á að þegar verið sé að lýsa hópum manna sé reyndar almennt
miklu algengara að notuð sé fleirtala, Íslendingar en sjaldan Íslendingurinn, blökkumenn,
sjaldan blökkumaðurinn og spurningin er þá sú af hverju þetta ætti að vera eitthvað öðruvísi
í eignarfallssamsetningum.
20 Sjá þó dæmið „Börn eru því orðnir stafrænir borgarar á ungs aldri.“ Stafræn borgar-
vitund, vefsíða unnin af nemendum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2014. Vefslóð:
<http://borgaravitund.weebly.com/#>.
21 Málshættir, orðtök og föst orðasambönd eru reyndar vandmeðfarin í sambandi við
rannsóknir á tungumálinu; þau eru oft bundin af stuðlum og höfuðstöfum, stundum af
rími, eru föst og ósveigjanleg í formi og orðaröð og hafa gjarnan að geyma orðastæður sem
annars koma sjaldan eða ekki fyrir í daglegu talmáli eða hefðbundnu ritmáli.