Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 58
Longobardi 2001 sérstaklega um þetta lögmál í tengslum við setninga -
fræð ina). Hugmyndum af þessu tagi hefur nokkuð verið beitt í málfræði -
legri umræðu um málbreytingar en hafa þó verið gagnrýndar fyrir að í
raun sé gefið í skyn að mál lærist óbreytt frá einni kynslóð til annarrar í
setningafræðilegu tilliti og setningafræðin sé því að vissu leyti einhvern
veginn fyrir fram gefin (sjá Walkden 2012). Það geti hins vegar ekki verið
í ljósi þess að börn læra tungumál byggt á tilgátum sem þau mynda út frá
málgögnum sem þau komast í tæri við í ílagi sínu og það eitt og sér geti
augljóslega verið uppspretta málbreytinga. Tregðulögmálið, eigi það sér
einhvern tilverurétt, hljóti því að vera hamla sem sé hluti af máltökuferl-
inu sjálfu eða þá að lögmálið tengist meira félagslegum þáttum á borð við
útbreiðslu málbreytinga innan málsamfélagsins (sbr. Walkden 2012:893–
894, 897–898).
Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að innan félagsmálvísinda er
löng hefð fyrir því að líta svo á að félagsmálfræðileg tilbrigði séu fyrst og
fremst „á yfirborðinu“, þ.e. að þau tengist einna helst hljóðum og orðum
en miklu síður óhlutbundnum málfræðilegum atriðum eins og setninga-
gerð (sjá t.d. Labov og Harris 1986, Labov o.fl. 2011). Þessi kenning er
gjarnan nefnd snertiflatarlögmálið (e. Interface Principle) og hefur verið
talin setja innri félagsmálfræðilegri vöktun (e. Sociolinguistic Monitor) mál -
hafa ákveðnar skorður (sjá t.d. Heimi F. Viðarsson 2019:21–24 og tilv.
þar). Þau atriði í setningafræði sem tengjast ekki skýrt tilteknum orðum
(eða rótum) kunna því að vera síður „aðgengileg“ svið málfræðinnar.
Fyrir fram hefði mátt ætla að tilbrigði eins og þau sem voru til umfjöll-
unar í 4. kafla væru háð as-orðaröð í sagnlið, jafnvel að þau væru hluti af
þeirri breytingu. Meint tengsl as-orðaraðar og stokkunar eru til dæmis
mjög þekkt í málfræðilegri umræðu um mál eins og þýsku, líkt og þegar
hefur komið fram (sbr. t.d. Hawkins 1994, 2004, Haider 2005, 2012). Það
sem þó mælir beint gegn þessu, ef gögnin í kaflanum hér á undan gefa
nægilega trausta mynd, er að jafnt og þétt dregur úr umröðun, löngu áður
en halla fer undan fæti hjá as í íslensku (sjá t.d. Þorbjörgu Hróarsdóttur
2000 og síðari skrif). Það væri því nær að segja að orðaröð að fornu hafi
verið miklum mun frjálsari en í nútímamáli og að þeirrar breytingar að
orðaröð verði fastari sjái fyrr stað í innbyrðis röð andlaga en í röð andlaga
gagnvart fallháttum.
Vænlegra er að tengja breytinguna við náið samspil upplýsingaflæðis
og orðaraðar á eldra skeiði sem hafi tekið breytingum í tímans rás. Að
upplýsingaflæði hafi mikil áhrif á stöðu andlaga kom t.a.m. skýrt fram hjá
Þorbjörgu Hróarsdóttur (2008) sem sýnir að tengsl liða við fyrri orðræðu
Heimir F. Viðarsson58