Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 130
2. Sviðsetningar og inngangsorð
Hér vísar hugtakið sviðsetning til eins afmarkaðs tilsvars og því getur ein
frásögn innihaldið margar sviðsetningar. Þær geta verið allt frá einu orði
eða hljóði upp í langar segðir en geta líka verið orðlausar og falist í lát-
bragði. Þeim kunna jafnframt að fylgja hreyfingar, raddbreytingar, hljóð -
gervingar og fleira (sjá t.d. Helgu Hilmisdóttur 2018:64, Nielsen 2002).
Yfir leitt eru hugtökin bein ræða/bein tilvitnun notuð um það þegar
mæl endur vitna í sjálfa sig eða aðra málhafa en hér er hugtakið sviðsetn-
ing einnig látið ná yfir ýmiss konar lýsingar mælenda til dæmis á hugs-
unum, hljóðum og textaskilaboðum, sem fela í sér leikræna framsetn-
ingu og eru ekki umorðaðar í óbeina ræðu. Að sama skapi setja mælend-
ur stundum á svið eitthvað sem einhver hefði getað sagt eða gæti átt eftir
að segja.
Áður en lengra er haldið er rétt að fara eilítið betur yfir það hvers
vegna mælendur sviðsetja samtöl í stað þess að umorða þau í óbeina ræðu.
Tannen (1989:112) kýs að nota hugtakið constructed dialogue, eða tilbúin
samtöl, yfir sviðsetningar frekar en hugtök eins og direct speech eða repor-
ted speech enda sé ekki um að ræða skýrslu af samræðum. Í því samhengi
vitnar hún í Bakhtin (1981) sem taldi samtöl almennt einkennast af flutn-
ingi og túlkun á orðum annarra. Með því að umbreyta þeim í eigin frá-
sögn væri mælandi að blása lífi í samtalið á skapandi hátt.
Sviðsetningar eru gjarnan notaðar til að krydda samræður og skapa
ákveðin hughrif eða jafnvel til að hafa áhrif á skoðanir viðmælenda. Líkt
og Helga Hilmisdóttir (2020) tekur sem dæmi í pistli sínum um sviðsetn-
ingar þá getur nemandi til að mynda „gripið til þess að nota skræka og
pirrandi röddu til þess að gefa til kynna skoðun sína á óvinsælum kenn-
ara“ og sömuleiðis geta sviðsetningar haft skemmtanagildi og verið far-
vegur fyrir tjáningu rétt eins og leikþættir. Í þessu samhengi kann val á
inngangsorðum að skipta meira máli en í fljótu bragði mætti virðast.
Segja má að fræðilegur áhugi á sviðsetningum í samtölum hafi kviknað
á síðustu áratugum tuttugustu aldar. Deborah Tannen (1989), sem þegar
hefur verið minnst á, var meðal brautryðjenda á sviði rannsókna á stíl í
samtölum en vert er einnig að vísa í ítarlega umfjöllun um muninn á
sviðsetningum (e. demonstrations) og lýsingum (e. descriptions) í grein eftir
Clark og Gerrig (1990) sem ýmsar síðari tíma rannsóknir byggjast á.
Notkun inngangsorða eftir aldri mælenda hefur töluvert verið rannsökuð
en svo virðist sem víðast hvar sé eldra fólk líklegra til þess að nota hlut-
lausar sagnir sem lýsa verknaðinum á meðan yngra fólk notar frekar orð -
Ragnheiður Jónsdóttir130