Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 189
(hún gæti verið komin af bæði s og z í frumgermönsku). — Að mínu mati þyrfti
MS að endurskoða þetta og laga einnig á öðrum stöðum þar sem vikið er að z í
bakstöðu sem orðið sé til við Vernerslögmál (sbr. bls. 32–33).
Á bls. 24 er nefnt að frumnorræna varðveiti stofnsérhljóðið í nf. et. karl-
kenndra a- og i-stofna: -aR og -iR < frgerm. -az og -iz; innan sviga eru þessar end-
ingar raktar til ie. *-os og *-es en hið síðara hlýtur að vera prentvilla fyrir *-is.
5. A-hljóðvarp í frumnorrænu
Í umræðu um myndina holtijaR á bls. 24 er vakin athygli á að hún ætti ekki að
hafa sérhljóðið o ef hún hefði þróast á hljóðréttan hátt. Hins vegar er o hljóðrétt
í myndinni *holta < *hulta-. Í þessu sambandi er bent á andstæður eins og fnorr.
folk (< *folka < *fulka-) og fylkir (< *fulkijaz), horn (< *horna < *hurna-) og
hyrndr (< *hurniđaz). Ef allt væri með felldu ættum við sem sé að hafa *hultijaR í
stað holtijaR. Greinilegt er að þessi mynd er leidd beint af grunnmyndinni *holta,
sem sýnir a-hljóðvarp. Áhugavert er að svo virðist sem sérhljóðið [o], sem upp-
runalega var stöðubundið afbrigði af /u/, hafi þegar orðið að fóneminu /o/ áður
en hljóðvarpsvaldurinn (hér a) var fallinn brott. Þetta má skýra þannig að endur-
dreifing allófóna sem varð við útjöfnun innan beygingardæmis eða á milli grunn -
orðs og afleiddra orða hafi leitt til þess að fyllidreifing riðlaðist og hljóðkerfis -
væðing hins upprunalega stöðubundna afbrigðis varð möguleg (sbr. Stiles 2012:
58). MS segir slík fyrirbæri bera vott um víðtæk analógísk útjöfnunarferli sem
sýni að í frumnorrænu hafi a-hljóðvarp þegar verið orðhlutafræðilega skilyrt
(„morphologisch erstarrt“ segir hann reyndar). Þá nefnir hann að í fornnorrænu
hafi a-hljóðvarp verið alhæft hjá hvorugkenndum a-stofnum eins og kunnugt sé
og tilfærir orðið horn sem dæmi, sem í nf. og þf. flt. ætti ekki að hafa neitt a-
hljóðvarp. Þetta orðalag er svolítið villandi. Víxlmyndir eins og guð/goð og gull/
goll sýna að beygingardæmi orða af þessu tagi gátu klofnað og mismunandi var
hvort hið óhljóðverpta eða hið hljóðverpta stofnbrigði þeirra væri alhæft.
6. Rasmus Kristian Rask og germanska hljóðfærslan
Á bls. 25 er talað um mikilvægt framlag Rasmusar Kristians Rasks til sögulegra
samanburðarmálvísinda og vísað til rits hans Undersögelse om det gamle nordiske
eller islandske sprogs oprindelse (1818). Sagt er að í þessu riti sé gríska kölluð þrak-
íska („Trakisch“) en það er ekki rétt heldur leit Rask svo á að gríska og latína
hefðu upprunalega tilheyrt málaætt sem Johann Christoph Adelung (1809:339
o.áfr.) kallaði þrakísk-pelasgísk-grísk-rómversku málaættina eftir samnefndum
þjóðflokki. Rask (1818:160) lét hins vegar nægja að kalla málaættina þrakísku.
Undir þessu óheppilega heiti sameinar hann sem sé grísku og latínu.
Þá nefnir MS að Rask hafi í riti sínu gert ráð fyrir skyldleika íslensku, forn-
norrænu, latínu, grísku og annarra mála, án þess þó að tilfæra orðmyndir úr ind-
versku og persnesku. Það er rétt og ástæða þess er sú að þegar hann samdi
verðlaunarit sitt (sem hann lauk við 1814) var hann óviss um hvort þessi síðast-
Ritdómar 189