Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 110
dæmin því rakin hér í (6). Leit í fornritamálheildinni skilaði ekki nýjum
dæmum.9
(6) a. dauðr (1): dauðramanna-umbúnaðr
b. enskr (1): Enskramanna-garðr
c. fátœkr (6): fátœkramanna-fé, fátœkramanna-fjórðungr, fátœkramanna-
flutningr, fátœkramanna-kista, fátœkramanna-pláz, fátœkramanna-
spítall
d. heilagr (20): heilagradaga-hald, heilagradaga-veiðr, heilagradaga-verk,
Heilagra-fjall, Heilagramanna-blómstr, heilagramanna-ferð, heilagra -
manna-helgr, heilagramanna-saga, heilagra-messa; allraheilagra-dagr,
allraheilagra-hátíð, allraheilagra-kirkja, allraheilagramanna-messa
og -messuaftann, allraheilagra-messa og -messuaftann, -messudagr,
-messuhald, -messuskeið, allraheilagra-spítali
e. helgr (3): helgradaga-brot, helgradaga-sókn, helgradaga-veiði
f. hvítr (1): Hvítramanna-land
g. kristinn (1): Kristinnalaga-þáttr
h. lendr (6): lendramanna-forráð, lendramanna-ígildi, lendramanna-
íþrótt, lendramanna-nafn, lendramanna-sonr, lendramanna-stjórn
i. sjúkr (3): sjúkramanna-hús, sjúkramanna-spítali, sjúkramanna-stynr
Í fornmálsorðabók Cleasby-Vigfússonar (1957) er Hvítramannaland
skráð undir flettunni hvítr og Kristinnalagaþáttr er nefnt undir flettunni
kristinn. Rétt er að hafa í huga að báðar samsetningarnar eru nokkuð sér-
stakar vegna þess að þær eru heiti, önnur á landi og hin á lagakafla. Það
sama á við um einsamsettu orðin Heilagrafjall og heilagramessa í ONP,
sem eru annars vegar örnefni og hins vegar messudagsheiti, sem og þau
sem hefjast á fn. allra-, sem flest vísa til dags eða hátíðar.
Athyglisvert er að 24 af samsetningunum í (6) hafa ef.ft. -manna- sem
seinni hluta eignarfallsliðarins,10 en sex dæmi eru um -daga- (heilagra-
daga-, helgradaga-) og eitt um -laga-. Þess skal getið að flest textadæmin
sem finna má undir þessum flettum í ONP, um 80 alls, eru skrifuð í
þrennu lagi (örsjaldan tvennu) í handritunum, ef marka má útgáfurnar
Veturliði Óskarsson og Þorsteinn G. Indriðason110
9 Hér er sleppt orðunum heilagramannadrápa, heilagrameyjadrápa og heilagramanna-
tala, en þau eru án textasamhengis og heimildartilvísunar í ONP. Nánari leit að tveim
þeim fyrri í fornum textum hefur ekki skilað árangri en heilagra manna tala kemur fyrir í
Breta sögu, „bavð hanvm at fara til Rvmaborgar a fvnd Sergíj papa ok taka skript af hanvm
ok kvað hann þa mvndv hittaz i heilagra manna tolv“ (sjá ONP undir tala).
10 Samsetningar með orðinu maðr eru afar margar í fornu máli og hefur ONP ekki
færri en um 1.460 slíkar, og er vísað sérstaklega til þeirra neðst í flettunni maðr.