Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 83
nf.et. þf.et. Stofnsamsetning
köttur kött kattliðugur
vörður vörð varðhundur
löstur löst lastmæli
kjölur kjöl kjalsog
Tafla 4: Samanburður á nefnifalli, þolfalli og óhljóðverptum fyrri lið í stofnsam-
setningum.
Hið sama gildir um stofna kvenkynsnafnorða sem birtast sem óhljóð verptir
fyrri liðir í stofnsamsetningum og eru því ekki samhljóma þolfallsmynd-
inni, t.d. gjaf- í gjafsókn en ekki *gjöfsókn. Spyrja má hvaða mynd birtist
hér og af hverju hún er ósamhljóma þolfallsmyndinni hvort sem um er að
ræða sterk karlkyns- eða kvenkynsnafnorð, eins og vikið var að í kafla 3.3.
Stofnarnir katt- og gjaf- koma aldrei fyrir sjálfstæðir, sbr. töflu 5 hér á eftir.
Sameiginlegt þessum beygingardæmum er að ýmis hljóð ferli (u-hljóðvarp,
bæði hljóðkerfislegt og beygingarlegt, og i-hljóðvarp) koma fyrir í beyg-
ingu þessara orða og hylja raunverulegan stofn nema í eignarfalli eintölu
og fleirtölu. Þetta er nokkuð almenn regla í sterkum kvenkynsorðum með
ö í stofni nefnifalls eintölu, sbr. muninn á nefnifallsmyndinni og stofni í
eftirfarandi dæmum: tönn – tannverkur, nögl – naglrót, rönd – randsaum-
ur, strönd – strandlengja, stöng – stangveiði og hönd – handsaumur. Hins
vegar virðist ekki stofn allra kvenkynsnafnorða geta verið fyrri liður
stofnsamsetningar, sbr. önd – *and, spöng – *spang og töng – *tang. Í
staðinn er notast við eignarfallssamsetningar, sbr. andarsteggur, spangar-
gleraugu og tangarhald.
Ef við lítum nánar á nafnorðin köttur og gjöf þá beygjast þau eins og
sýnt er í töflu 5.
Fall og tala köttur gjöf
nf.et. kött-ur gjöf
þf.et. kött gjöf
þgf.et. kett-i gjöf
ef.et. katt-ar gjaf-ar
Tafla 5: Beyging orðanna köttur og gjöf.
Hér kemur stofninn ekki fram í þolfalli eintölu, þ.e. myndina kött er varla
að finna í stofnsamsetningu, eins og sjá má af því að í stað *kött-liðugur
Leitin að stofninum 83
Fall og tala köttur gjöf
nf.ft. kett-ir gjaf-ir
þf.ft. kett-i gjaf-ir
þgf.ft. kött-um gjöf-um
ef.ft. katt-a gjaf-a