Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 122
geta líka staðið ein í frumlags- eða andlagsliðum, sbr. sjúkir, fátækir og
veikir.
Þessi brottfelling nafnorðshluta eignarfallsliðarins virðist rétt hafin í
fornmáli, en er ekki komin langt á veg þar. Í nútímamáli er það að segja
má meginregla að nafnorðshluta af þessum toga vanti. Vöntun hans er í
langflestum tilfellum fyrirsegjanleg. Svo virðist sem það sem þar hefði
helst getað staðið beri langoftast í sér sérstakan og skýran merkingarþátt,
sé það sem kalla mætti [+mannlegt], því að þau nafnorð sem virðast und-
anskilin eða áætluð eru helst orð eins og maður eða í vissum tilfellum
sambærileg orð eins og bóndi, mær o.s.frv.18 Og þetta brottfall virðist
sögulega hafa verið skilyrði fyrir myndun eignarfallssamsetningar með
sterkbeygðu lýsingarorði í fyrri lið.
Athyglisvert er að orðmyndunin virðist mjög bundin við tiltölulega fá
lýsingarorð sem tilheyra tilteknu merkingarsviði fremur en að um sé að
ræða reglulega orðmyndun þó að það sé ekki alveg án undantekninga. Í
ljós kom að þau lýsingarorð sem helst geta staðið sem fyrri/fyrsti liður í
nútímamáli eru (í eignarfalli) sjúkra- og fátækra- og (í minna mæli) veikra-,
dauðra- og blindra-. Orð mynduð með öðrum lýsingarorðum eru mun
færri, sbr. (13) hér að framan. Nokkuð líku máli gegnir um eldra mál,
nema að þar er það orðið heilagr sem tekur þátt í myndun hlutfallslega
flestra orða, sbr. (6) hér að framan.
Bæði í fornu máli og nútímamáli virðist orðmyndunin helst tengjast
einhvers konar „lífskostum“, oft með fremur neikvæðri tilvísun, svo sem
til fátæktar, sjúkdóma og dauða. Þó að yfirleitt virðist unnt að mynda slík-
ar eignarfallssamsetningar úr setningarliðum með sterkum lýsingarorðum
í fleirtölu í fyrri lið, eins og við nefndum í kafla 2.4 (hæli vitlausra (einstak-
linga) → vitlausrahæli, o.s.frv.), eru það lýsingarorðin fátækur og sjúkur sem
mynda langflestar slíkar samsetningar í yngra máli, svo margar reyndar að
nær má telja að eiginleg virk orðmyndun sé að mestu bundin við þessi tvö
í nútímamáli.
Að lokum má nefna að það er eftirtektarvert að sambærileg orðmynd-
un með lýsingarorði í eignarfalli eintölu í fyrri lið — og raunar almennt
orðastæðan LÝSINGARORÐ-ef.et. + NAFNORÐ — virðist bæði mun
fágætari og á engan hátt jafnvirk og með lýsingarorðinu í eignarfalli fleir-
Veturliði Óskarsson og Þorsteinn G. Indriðason122
18 Hér skal þó getið dæmis þar sem augljóslega er ekki vísað til mannfólks, en það telst
til undantekninga þegar brottfellda eða undanskilda orðið vísar til annarra lifandi vera: „Í
svona húsakynnum er auðvitað burðarfjós og sjúkrafjós“ (Freyr. Mánaðarrit um landbúnað,
þjóðhagsfræði og verslun 1973:48; dæmi úr RMS).