Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 109
4. Söguleg og samtímaleg úttekt á samsetningum með lýsingar orð -
um í ef.ft. sem fyrri lið
4.1 Inngangur
Í þessum kafla verður greint frá niðurstöðum leitar í nokkrum orðabók-
um og gagnasöfnum að samsetningum sem hafa lýsingarorð í eignarfalli
fleirtölu sem fyrri lið.7 Í kafla 4.2 verður fjallað um dæmi úr eldra máli
sem eru samsett uppflettiorð í ONP og um eignarfallseinkunnir af líku
tagi. Í 4.3 er greint á líkan hátt frá þeim dæmum sem fundust í yngra máli,
fyrst og fremst við leit í RMS. Í 4.4 er samanburður á eldra og yngra máli
og þar eru helstu atriði kaflans dregin saman.
4.2 Eldra mál
Leit í ONP með hliðsjón af orðalistanum sem greint var frá í 3. kafla
leiddi í ljós 42 samsett uppflettiorð með lýsingarorði í eignarfalli fleirtölu
sterkrar beygingar í fyrri lið.8 Tvö þeirra hafa ósamsettan fyrri lið, ör -
nefnið Heilagrafjall og messudagsheitið heilagramessa, og 18 eru samsetn-
ingar með fn. allra- og lo. heilagra- í fyrri lið. Hinar samsetningarnar hafa
lýsingarorðið sem fyrri hluta samsetts eignarfallsliðar, þar sem seinni
hlutinn er nafnorð (oftast orðið maður) í eignarfalli fleirtölu. Lýsingar -
orðin eru því í reynd einkunn með kjarna þessa liðar, nafnorðinu sem lýs -
ingarorðið afmarkar nánar merkingarlega, þ.e. manna í fátœkramanna-fé,
allraheilagramanna-messa o.þ.h. Slík dæmi eru því formlega séð sambæri-
leg við eignarfallseinkunnir í setningarlið (fé fátœkra manna). Þessar sam-
setningar segja að vísu ekki margt um getu lýsingarorða til að standa ein
í nafnorðshlutverki í eignarfalli fleirtölu, en gætu þó varpað ljósi á síðari
þróun svipaðra dæma þar sem nafnorðshluti einkunnarinnar (yfirleitt
manna) virðist falla brott, eða a.m.k. hafa gert það á eldra málstigi, og skulu
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 109
7 Eins og áður hefur komið fram er megináhersla lögð á að skoða eignarfallssamsetn-
ingar með fleirtölumynd sterkra lýsingarorða í fyrri lið og þær eru talsvert algengar í
íslensku. Ekki er algengt að sjá eintölumyndir sterkra lýsingarorða í þessari stöðu og er sú
takmörkun athyglisverð. Áður hefur verið minnst á dæmi eins og gamalsaldur og lítils -
virðing í kafla 2.2, og í RMS er t.d. að finna samsetningarnar dauðsfall, dauðsför, dauðsmáti,
dauðstíð. Sérstaklega er lítið um dæmi þar sem fyrirsett tvíliðuð eignarfallseinkunn er í ein-
tölu, t.d. ungs manns gaman og óðs manns æði.
8 Þessar samsetningar eru flettiorð í ONP og því greindar þar sem samsett orð. Við
gerum ráð fyrir þeirri breytingu frá eldra máli til yngra máls að upphaflega hafi verið um
að ræða fyrirbæri á setningarsviði málsins sem nú sé á orðmyndunarsviði málsins.