Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 207
Frá Íslenska málfræðifélaginu
Skýrsla um starfsemi félagsins
frá 16. júní 2020 til 27. maí 2021
Aðalfundur félagsins var haldinn 16. júní 2020 í húsnæði Árnastofnunar á
Laugavegi 13. Þar var kosið í stjórn og önnur embætti á vegum félagsins.
Kosin voru: Eiríkur Rögnvaldsson formaður, Elma Óladóttir gjaldkeri,
Dagbjört Guðmundsdóttir ritari, Ingunn Hreinberg Indriðadóttir með -
stjórnandi, Ásta Svavarsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson og Þórhallur Eyþórs -
son ritstjórar, Hildur Hafsteinsdóttir og Nedelina Ivanova varamenn, Ari
Páll Kristinsson og Sigríður Sigurjónsdóttir skoðunarmenn reikninga,
Ingi björg Frímannsdóttir fulltrúi félagsins á aðalfundi Málræktarsjóðs.
Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn á fyrsta fjórðungi
hvers árs. Samkomutakmarkanir vegna COVID-19 ollu seinkuninni að
þessu sinni.
Vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 hefur starf félags-
ins að mestu legið niðri undanfarið ár, að því undanskildu að unnið hefur
verið að útgáfu Íslensks máls eins og venjulega og ritið kom út á árinu, og
Málvísindakaffi var haldið þrisvar.
Málvísindakaffi
Um þær mundir sem Málvísindakaffi átti að hefjast í lok september voru
sam komutakmarkanir hertar þannig að nokkur erindi sem áformuð höfðu
verið féllu niður. Þegar samkomutakmarkanir voru rýmkaðar á útmánuð um
tókst að halda Málvísindakaffi í Árnagarði þrjú föstudagshádegi í röð, en í
lok mars voru samkomutakmarkanir aftur hertar þannig að erindi sem áform -
uð höfðu verið eftir páska féllu niður. Erindin sem tókst að flytja voru þessi:
5. mars 2021 flutti Oddur Snorrason, meistaranemi í íslenskri mál -
fræði, erindi sem nefndist „Áhrif samfalls á nýju þolmyndina“.
12. mars 2021 flutti Atli Jasonarson, MA í máltækni, erindi sem
nefndist „Málfróði: Að nota lýðvirkjun og leikjavæðingu til að afla
gagna fyrir íslenska tungu“.
19. mars 2021 flutti Hinrik Hafsteinsson, MA í máltækni, erindi sem
nefndist „Íslenskar aðferðir í vélrænni málfræðimörkun færeysku“.