Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 105
Þegar dæmin í (3) eru skoðuð nánar liggur beinast við að segja að eignar-
fallseinkunnin (fíls, o.s.frv.) sé fyrri hluti eignarfallssamsetningarinnar
(fílsrani).3 En hvernig er best hægt að gera grein fyrir þessu sambandi
samsetningarinnar og setningarliðarins? Þorsteinn G. Indriðason (1999:
135–137) gerði á sínum tíma ráð fyrir þríþættu ferli sem ætti sér stað á setn-
ingarsviði málsins. Í fyrsta lagi eru setningarliðir með eignarfallseinkunnum
myndaðir, sbr. rani fíls. Í öðru lagi verður tilfærsla á eignarfallseinkunn og
höfuðorði, sbr. fíls rani, og í þriðja lagi er gert ráð fyrir samruna eignarfalls-
einkunnarinnar og höfuðorðsins til þess að mynda samsetta orðið fílsrani.
Rökin fyrir ferlinu sem hér hefur verið lýst felast í fyrsta lagi í sterkum
merkingarlegum tengslum milli eignarfallssamsetninga og höfuðorðs með
eignarfallseinkunn. Í öðru lagi eru fyrirsettar eignarfallseinkunnir í fornu
máli, sem hafa orðið til vegna slíkrar tilfærslu úr setningarlið, býsna algeng-
ar (sbr. málheildina Fornrit og t.d. Nygaard 1966:129), og má nefna dæmi
eins og miðsumars blót og matmáls stund. Í þriðja lagi verður að gera ráð fyrir
því að samsetta orðið sé myndað með samruna einkunnar og höfuðorðs.
Slíkur samruni (e. univerbation) er þekktur, t.d. þar sem veikt lýsingarorð og
nafnorð renna saman í nafnlið (sjá t.d. Norde 2009:77–83), og samsetning-
um eins og Miklihvellur, Langahlíð, svartipétur og langatöng er hægt að lýsa
með þessum hætti. Fyrri og seinni liðir þessara samsetninga sambeygjast
samt sem áður eftir samrunann eins og um væri að ræða lýsingarorð og
nafnorð í nafnlið, sbr. Mikli(nf.)hvellur(nf.), Mikla(þf.)hvell(þf.).
2.3.2 Óljós eða engin tengsl eignarfallssamsetninga við nafnliði með
höfuð orði og eignarfallseinkunn
Ólíkt eignarfallssamsetningunum sem nefndar voru í 2.3.1 eru til sam-
setningar þar sem merkingarleg tengsl við höfuðorð og eignarfallsein-
kunn eru óljós eða ekki til staðar. Þar má nefna dæmi eins og í (4):
(4) eignarfallssamsetning höfuðorð með eignarfallseinkunn
a. eign-ar-jörð *jörð eign-ar
b. rekstr-ar-vörur *vörur rekstr-ar
c. næt-ur-gisting *gisting næt-ur
Hið sama er uppi á teningnum í samsettum lýsingarorðum, sbr. dæmi
eins og herð-a-breiður (*breiður herð-a), þverhand-ar-þykkur (*þykkur þver-
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 105
3 Í sumum samsetningum geta líka falist eignarfallsleg tengsl milli fyrri og seinni
hluta, sbr. húsþak > þak húss, þó að ekki sé um eignarfallssamsetningu að ræða, sjá Þorstein
G. Indriðason (1999:140–141).