Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 46

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 46
Kostur við líkön af þessu tagi er að hægt er að byggja inn í þau þætti sem notaðir eru við flokkun og greiningu gagnanna þar sem jafnframt er tekið mið af því hvernig gögnin dreifast að teknu tilliti til slembibreyt- unnar. Í þessari rannsókn eru slembibreyturnar annars vegar það hvernig gögnin dreifast yfir ólíka texta og hvaða einstaka tveggja andlaga sögn er um að ræða. Þar sem búast má við að hver sögn geti í raun haft sína eigin dreifingu að einhverju leyti (sbr. 2. kafla) er strangt tiltekið ónákvæmni ef þeim upplýsingum er sleppt í líkaninu. Skekkjur eða ójafnvægi þar sem meiri eða minni fjöldi dæma safnast úr einum texta en öðrum (t.d. vegna textastærðar) eða með einni sögn frekar en annarri eru því teknar með í reikninginn. Nú skal gerð nánari grein fyrir hverri forsagnarbreytu í yfirlitinu hér að ofan. Gróf setningarformgerð var skráð einkum vegna þess að dæmi um umröðun í íslensku hafa verið hefðbundnar s2-formgerðir, þ.e. sögn í öðru sæti setningar, yfirleitt með aðeins einni persónubeygðri (aðal)sögn. Setningarformgerð er því ætlað að halda dæmum aðgreindum eftir stöðu sagna(r), einkum að því er varðar dæmi þar sem andlag fer á undan sögn í fallhætti. Tegund setningar er fyrst og fremst gróf flokkun í auka- og aðalsetningar en einnig voru tekin með dæmi í nafnháttarsetningum. Þær eru flokkaðar sér og í 4. kafla hér á eftir verður m.a. boðið upp á nánari sundurliðun á dæmum eftir því hvort andlögin fari örugglega á eftir per- sónubeygðri sögn til þess að tryggja að andlögin séu annaðhvort „mið - svæðis“ eða innan sagnliðar en ekki hærra í formgerðinni og þá mögulega kjarnafærsla (upp að því marki sem hún kynni að vera möguleg í nafn- háttarsetningum). Dæmin voru því flokkuð eftir því hvort um var að ræða raðirnar s1/s2 (með aðeins einni persónubeygðri sögn), as, sa eða t3. Sögn, sagnflokkur og fallmörkun eru allt þættir sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhrif á möguleika á umröðun eins og þegar hefur komið fram. Sögn vísar til annars slembiþáttarins til þess að ná utan um þá staðreynd að dæmin koma fyrir með fjölda einstakra sagna. Sagnflokkur má segja að sé enn grófari flokkun á þessu atriði þar sem sagnir sem fela í sér tilfærslu hafa ríkari tilhneigingu til þess að taka þátt í umröðun en aðrar (sbr. 2. kafla). Fallmörkun er einnig skylt atriði að því leyti að fallmynstrið þgf- þf leyfir almennt umröðun. Hér var þessi þáttur einfaldaður sem tvígild breyta, þ.e. ómarkaða mynstrið þgf-þf andspænis öllum öðrum mynstr- um. Þeir þættir sem snúa að tegund liða eru þyngd, það hvort liður var lif- andi vera eða dauður hlutur, hér kallað kvikt, og loks ákveðni. Þyngd liða var annars vegar ákvörðuð út frá stafafjölda og hins vegar orðafjölda. Í Heimir F. Viðarsson46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.