Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 92
og merkingarleg tengsl við höfuðorð og eignarfallseinkunn, sbr. vélarhljóð
og hljóð vélar. Í öðru lagi eru svo samsetningar þar sem samsvarandi teng-
ing milli höfuðorðs og eignarfallseinkunnar er ekki til staðar, sbr. nætur -
svefn (*svefn nætur) og eignarjörð (*jörð eignar). Afleiðslan í (7) gerir hins
vegar ekki þennan greinarmun á eignarfallssamsetningum því báðar teg-
undirnar fá beygingarendingu í beygingarmyndinni, sbr. afleiðslu sam-
setninganna vélarhljóð og eignarjörð (13):
(13) a. Orðasafnsmynd: #vél-Ø# #eign-Ø#, nf.
b. Beygingarmynd: #vél-ar# #eign-ar#, nf. skipt út
fyrir ef.
c. Orðmyndun: #vél-ar-hljóð# #eign-ar-jörð#
d. Hljóðkerfismynd: /vél-ar-hljóð/ /eign-ar-jörð/
e. Framburðarmynd: [vjεːlarjou(ː)ð] [eiknarjœrð]
Einnig eru í íslensku eignarfallssamsetningar með lýsingarorðum í fyrri
lið, sbr. dauðraheimur og blindraletur. Í þessum samsetningum eru sterk
formleg og merkingarleg tengsl við setningarliði með höfuðorði og eign-
arfallseinkunn ólíkt sumum eignarfallssamsetningum með nafnorðum í
fyrri lið sem áður voru nefndar. Myndun samsetninganna dauðraheimur
og blindraletur er hægt að lýsa á eftirfarandi hátt:
(14) a. Orðasafnsmynd: #dauð-r# #blind-r#, nf.
b. Beygingarmynd: #dauð-ra# #blind-ra#, nf. skipt út
fyrir ef.ft.
c. Orðmyndun: #dauð-ra-heimur# #blind-ra-letur#
d. Hljóðkerfismynd: /dauð-ra-heimur/ /blind-ra-letur/
e. Framburðarmynd: [tœiðrahei(ː)mʏr] [plɪntralε(ː)tʏr]
Eins og kom fram í kafla 4.3 fer myndun samsvarandi stofnsamsetninga
fram á annan hátt, þ.e. með stofnmynd og svo sjálfri orðmynduninni, eins
og í myndun samsetninganna dauðfæddur og blindbeygja í (15):
(15) a. Stofnmynd: #dauð# #blind#
b. Orðmyndun: #dauð-fæddur# #blind-beygja#
c. Hljóðkerfismynd: /dauð-fæddur/ /blind-beygja/
d. Framburðarmynd: [tœi(ː)ðfaitːʏr] [plɪntpei(ː)ja]
Í þessum kafla hefur komið fram að meginmunur stofn- og eignarfalls-
samsetninga er fólginn í því að fyrri liðirnir fara í gegnum ólík ferli við
orðmyndunina. Við myndun stofnsamsetninga er notast við stofnmynd
orðsins án þess að fara í gegnum beygingarmyndina. Við myndun eignar-
Þorsteinn G. Indriðason92