Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 107

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 107
Og slík tengsl eru klárlega fyrir hendi í þeim dæmum sem áður voru nefnd, sbr. sjúkraskýli (skýli sjúkra), holdsveikranýlenda (nýlenda holdsveikra), fátækrastyrkur (styrkur fátækra) og blindraletur (letur blindra). Það er athyglis - vert að lýsingarorðið er í flestum tilfellum í fleirtölu og það verður skoðað nánar síðar.4 2.5 Dregið saman Í þessum kafla hefur verið fjallað um ýmsar tegundir samsettra orða í íslensku með megináherslu á umfjöllun um eignarfallssamsetningar. Sýnt var fram á að sumar eignarfallssamsetningar með nafnorði í fyrri lið hafa sterk merkingarleg tengsl við formgerðir með höfuðorði og eignarfalls- einkunn og að það gæti skýrt uppruna eignarfallsins í fyrri lið. Hins vegar eru til eignarfallssamsetningar með nafnorði í fyrri lið þar sem þessi merk - ingarlegu tengsl fyrri og seinni liðar eru ekki fyrir hendi. Öðru máli gegnir um eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fleirtölu í fyrri lið. Allar slíkar samsetningar virðast hafa merkingarleg og formleg tengsl við höfuðorð og eignarfallseinkunn og að því leyti er orðmyndunin öðru- vísi en myndun sumra eignarfallssamsetninga með nafnorði í fyrri lið. 3. Efniviður rannsóknarinnar Fyrir þessa athugun á eignarfallssamsetningum með sterkbeygðum lýs - ingarorðum í fyrri lið var sett saman skrá lýsingarorða sem síðan var notuð við leit í rafrænum textum og söfnum. Var þar einkum stuðst við dæma - lista í málfræðibók Valtýs Guðmundssonar (1922:91–96)5 og bætt við dæmum úr öðrum og nýrri ritum. Aukið var við skrána úr málfræði - bókum yfir norrænt mál að fornu. Alls eru í skránni rétt um 500 mismun- Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 107 4 Benda má á að lýsingarorð eins og sjúkur og veikur virðast ekki oft koma fyrir sem fyrri liðir í stofnsamsetningum heldur frekar í viðskeyttum orðum eins og sjúklegur og sjúk- lingur, eða þá í orðum eins og veikleiki, veiklundaður og veikgeðja þar sem seinni liðirnir geta ekki staðið sjálfstæðir eða eru á mörkum þess að vera sjálfstæðir (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2016:2, nmgr. 6 um ýmis heiti á þannig liðum). Undantekningar má þó finna eins og í samsetta orðinu veikbyggður. Aðeins öðru máli gegnir um lo. dauður. Þó að fyrri liðurinn sé áberandi sem áhersluforliður, sbr. dauðuppgefinn, dauðleiður og dauðlanga, þá eru til stofnsamsetningar eins og dauðrota, dauðheimur og dauðfæddur en þær virðast ekki margar. 5 Sum orð sem þar eru rakin eru yfirleitt ekki talin til lýsingarorða í orðabókum og handbókum heldur er litið á þau sem lýsingarhætti þátíðar af sögnum, t.d. duninn, dvalinn, framinn, haminn, krufinn, lapinn, sendur, spúinn, þulinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.