Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 77
Johannessen (2001:62) heldur því fram að slík greining sé vandkvæðum
bundin því fyrri liðurinn geti ekki beygst eins og seinni liðurinn. Beyg -
ingarmyndir geti ekki komið fyrir á kerfisbundinn hátt í fyrri lið eins og
í þeim seinni þótt stöku dæmi finnist um slíkt. Í stað orðagreiningar
mælir Johannessen með stofngreiningu, þ.e. að greina fyrri liði norskra
samsetninga sem stofna. Hún færir fyrir því margvísleg rök og nefnir þar
m.a. samsetningar þar sem fyrri liðirnir eru ýmist lýsingarorðs-, nafn-
orðs- eða sagnstofnar. Hér verða nokkur þessara dæma rakin og útskýrð.
Johannessen (2001:63) tiltekur ýmis dæmi til þess að sýna fram á það
að ekki sé alltaf beygingarsamræmi á milli lýsingarorðs í fyrri lið og nafn-
orðs í seinni lið í samsetningum en slíkt samræmi ætti að vera til staðar ef
báðir liðir gætu beygst. Hún nefnir dæmi eins og í (2) þar sem lýsingar-
orðið er í fleirtölu (stofnbrigði) en nafnorðið í eintölu en dæmi með tölu-
samræmi milli fyrri og seinni liðarins eru málfræðilega ótæk (sýnd í svig-
um):
(2) a. små(ft.)pike(et.) (*liten(et.)pike)
b. små(ft.)bil(et.) (*liten(et.)bil)
Johannessen nefnir fleiri dæmi þar sem lýsingarorðið í fyrri lið samræm-
ist ekki kyni nafnorðsins í seinni lið en samkvæmt orðagreiningunni ætti
að vera möguleiki á slíku samræmi, sbr. (3), þar sem málfræðilega ótækar
samsetningar eru innan sviga:
(3) a. bred(kk./kvk.)bånd(hk.) (*bredt(hk.)bånd)
b. ny(kk./kvk.)ord(hk.) (*nytt(hk.)ord)
Þó eru til dæmi um stigbeygða fyrri liði í efstastigi, eins og sýnt er í (4a),
sjá einnig Þorstein G. Indriðason (2014:16–17):
(4) a. yngstemann, eldstemann, bestemann
b. *yngstehest, *eldstehus, *bestebok
Hér er þó ekki um kerfisbundna beygingu að ræða og eru einkum tvær
ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er ekki hægt að stigbeygja öll lýsingarorð í
fyrri lið með mismunandi seinni liðum. Hér er hægt að nota stigbeygða
fyrri liði með mann í seinni lið, sbr. (4a), en ekki er hægt að finna dæmi
um sams konar stigbeygingu með t.d. hest, hus eða bok í seinni lið, sbr.
(4b). Í öðru lagi er ekki frjálst að nota öll stig beygingarinnar (frumstig,
miðstig og efstastig) í fyrri lið sem ætti að vera hægt ef um kerfisbundna
stigbeygingu væri að ræða (sbr. t.d. *ung(frst.)mann og *yngre(mst.)mann).
Leitin að stofninum 77