Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 103
megi stofninn í sterkum nafnorðum. Hann kemur fram í þolfalli eintölu,
a.m.k. í sterkum karlkynsnafnorðum, sbr. dæmi eins og fisk(kk.)verkun (sjá
um þetta t.d. Höskuld Þráinsson 1995:151 og Guðrúnu Kvaran 2005:152).
Til samræmis mætti halda því fram að hið sama gilti um sterk kvenkyns-
og hvorugkynsnafnorð, sbr. mynd(kvk.)list og borð(hk.)plata þó að þar
komi líka aðrar fallmyndir til greina. Tilraun til nánari greiningar á stofn-
inum má finna hjá Eiríki Rögnvaldssyni (1990:21–22) sem taldi stofninn
vera þann hluta sem héldist í öllum beygingarmyndum orðsins en hljóð -
beygingarreglur eða hljóðkerfisreglur gætu þó valdið breytingum á honum.
Í eignarfallssamsetningum er fyrri liðurinn eins og áður sagði beygður,
þ.e. stendur í eignarfalli óháð því hvaða fall seinni liðurinn hefur. Eignar -
fallsliðurinn getur þá verið í eintölu, sbr. land-s-lög, eða í fleirtölu, sbr.
orð-a-bók (nánar verður fjallað um þessa tegund samsetninga í 2.3). Eignar -
fallssamsetningar eru eins og áður sagði athyglisverðar að því leyti að þar
er beygður liður inni í samsettu orði en það hefur verið talið frekar óvenju -
legt (sjá t.d. Perlmutter 1988). Eignarfallssamsetning sem orð mynd un er
mjög virk í íslensku ef borið er saman við t.d. færeysku sem líkist íslensku
beygingarlega. Það má væntanlega rekja til þess að eignarfallið er enn
virkt í íslensku, bæði í rit- og talmáli, en er horfið að mestu úr færeysku
talmáli (sjá Höskuld Þráinsson o.fl. 2004:248 og Þor stein G. Indriðason
2011).
Til eru mismunandi tegundir eignarfallssamsetninga með lýsingar-
orðum í fyrri lið, þ. á m. sú sem er umfjöllunarefni þessarar greinar, sjúk-ra-
flutningar, holdsveik-ra-nýlenda o.þ.h., þar sem lýsingarorðið er í fleirtölu
sterkrar beygingar (sjá Þorstein G. Indriðason 2014:18). Um þessa tegund
og aðra fyrri liði verður nánar rætt í kafla 2.4. Dæmi um fyrri liði þar sem
lýsingarorðið er í eintölu eru gamal-s-aldur, góð-s-viti, lítil-s-virðing og
fátæk-s-dómur. Um slíka liði verður ekki fjallað sérstaklega hér.
Í þriðja lagi eru svo tengihljóðssamsetningar. Þær eru á sinn hátt sér-
stakar. Þar koma fyrir tengihljóðin a, i og u á milli fyrri og seinni hluta
samsetts orðs, en þessar einingar hafa annað hlutverk en beygingarend-
ingar. Þessi tengihljóð koma fyrir í samsetningum á borð við ráð-u-naut-
ur, tóm-a-hljóð, eld-i-viður, rusl-a-fata og skell-i-hlátur. Tengihljóðið getur
líka verið -s-, sem er samhljóma eignarfallsendingunni -s. Dæmi um slíkar
samsetningar eru keppni-s-skap og hræsni-s-fullur þar sem eignarfallsmyndir
fyrri liðanna, þegar þeir standa sjálfstæðir, eru án s-endingar.
Að lokum má geta þess að í íslensku hafa frá fornu fari verið til það
sem kalla mætti frasa samsetningar (e. phrasal compounds), eins og t.d.
eignarfallsfrasinn sjö vikna í sjö-vikna-fasta. Í seinni tíð hafa komið fram
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 103