Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 185
Ritdómar
Michael Schulte. 2018. Urnordisch. Eine Einführung. Wiener Studien zur
Skandinavistik. Band 26. Praesens Verlag, Vín. 154 bls.
1. Inngangur
Lengi hefur vantað rit um frumnorrænu þar sem vísað er til nýrri rannsókna á
sviði norrænna málvísinda og rúnafræði og tillit tekið til áletrana sem fram hafa
komið á undanliðnum áratugum. Það er því kærkomið að Michael Schulte (MS),
einn helsti sérfræðingur samtímans á þessu sviði, hafi sent frá sér ofangreint rit,
sem hér skal fjallað stuttlega um.
Ritið greinist í eftirtalda höfuðkafla (heiti þeirra eru hér þýdd á íslensku):
1. Inngangur (bls. 13–37), 2. Hljóðkerfisfræði eldri frumnorrænu (bls. 38–64),
3. Orðhlutafræði eldri frumnorrænu (bls. 65–81), 4. Setningafræðileg tilbrigði
(bls. 82–84), 5. Orðaforði klassískrar frumnorrænu (bls. 85–90), 6. Úrval eldri
rúna áletrana (bls. 91–101), 7. Ýmis hjálpargögn og ritaskrá (bls. 102–134), 8. Við -
auki (bls. 135–154).
Í innganginum er fjallað um: (1.1) frumnorræna tímabilið, (1.2.) textasafnið,
(1.3.) frumnorrænu og germönsku málafjölskylduna, (1.4) aðferðafræði saman-
burðarmálvísinda, (1.4.1) nánari útskýringu á hljóðlögmáli (um germönsku
hljóðfærsluna og Vernerslögmál), (1.5) tilbrigði í eldri frumnorrænu, (1.6) málvís-
indaleg einkenni hins eldra rúnamáls, (1.6.1) norðvesturgermanska drætti eldri
rúnaáletrana og (1.6.2) norðurgermanskt svipmót eldri rúnaáletrana.
Í öðrum og þriðja kafla ritsins gerir MS grein fyrir hljóðkerfi og beygingar-
kerfi frumnorrænu. Lýsing hans er ekki aðeins samtímaleg heldur rekur hann
einnig ýmsa þætti í þróun frumnorrænu til fornnorrænu. Til dæmis er fjallað
ýtarlega og af mikilli kunnáttu um hljóðvörp og klofningu. Af þessu ættu allir
sem fást við norræn fræði, einkum á sviði málvísinda, að hafa mikið gagn. Aðrir
kaflar verksins, sem nefndir eru hér að ofan, eru einnig mjög nytsamlegir.
MS útskýrir hvers vegna hann kallar það mál sem hann lýsir í riti sínu frum-
norrænu en ekki norðvesturgermönsku, eldri rúnísku eða eitthvað annað. Á ofan-
verðri 20. öld var í tísku að gera ráð fyrir að norræna og vesturgermönsk mál væru
komin af sameiginlegu málstigi sem nefnist norðvesturgermanska og að þetta sam-
eiginlega málstig hafi varað allt fram á 6. öld e. Kr. Því litu margir svo á að málið
á textunum sem ritaðir voru með eldra rúnastafrófinu væri í raun norðvestur-
germanska. Þá virðist bæði óvissa og feimni við að nota orðið norrænn og afleidd
orð hafa valdið því að sumir hafa nefnt málið eldri rúnísku. En eins og MS bendir
Íslenskt mál 43 (2021), 185–197. © 2021 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.