Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 121
c. Hvernig hafa eignarfallssamsetningar með lýsingarorði í fyrri lið
þróast frá elstu íslensku?
Í köflunum sem á eftir fylgdu var greint frá því að eignarfallssamsetning-
ar með lýsingarorði sterkrar beygingar í fleirtölu í fyrri lið væru frá-
brugðnar hluta eignarfallssamsetninga með nafnorði í fyrri lið (eignarjörð)
en líkar öðrum (húsakaup). Við teljum að þessar eignarfallssamsetningar
með lýsingarorði eigi sér sögulega séð uppruna á setningarsviði tungu-
málsins, þ.e. í samsettri eignarfallseinkunn á undan höfuðorði, t.d. sjúkra
+ manna (eða því um líkt) + hús, þar sem nafnorðshluti einkunnarinnar
(manna) hefur fallið brott en lýsingarorðshlutinn tekið við nafnorðs -
hlutverkinu. Við teljum að slíkt eigi við um eldra mál en að í nútímamáli
sé um að ræða orðmyndun, þar sem lýsingarorðin í eignarfalli fleirtölu
hafi orðið fyrir „nafnyrðingu“ og tekið við þeim merkingarþætti sem áður
var falinn í nafnorðshluta einkunnarinnar.
Aðalmunurinn á þessum eignarfallssamsetningum og eignarfallssam-
setningum með nafnorðum í fyrri lið er sá að í samsetningum með lýsing-
arorðum eru yfirleitt greinileg merkingar tengsl milli höfuðorðs og eignar -
fallseinkunnar en í samsetningum með nafnorði í fyrri lið er ekki alltaf
um slík skýr tengsl að ræða.
Varðandi spurninguna um það hvernig eignarfallssamsetningar með
lýsingarorði hafi þróast sögulega frá elstu íslensku var komist að því að
töluverður munur væri á slíkum samsetningum í eldra máli og yngra máli.
Í eldra máli hafa orðin nær ætíð samsettan fyrri lið, lýsingarorð og nafn-
orð, bæði í eignarfalli fleirtölu, t.d. fátækramanna-fé, og dæmi um það að
fyrri liðurinn sé einungis lýsingarorðið eitt og sér eru fá (Heilagra-fjall,
heilagra-messa). Í yngra máli er þessu þveröfugt farið; þar er fyrri liðurinn
langoftast lýsingarorðið eitt í ef.ft., t.d. sjúkra-hús. Ljóst er því að greina
má skýra sögulega þróun þessara samsetninga. Því sem hér er á ferð
virðist helst mega lýsa á eftirfarandi hátt: Í nafnliðum með eignarfallsein-
kunn á borð við [hhús [esjúkra (+ manna o.þ.h.)]] hefur einkunnin (e) færst
fram fyrir höfuðorðið (h) og þar síðan orðið samruni sem leiðir af sér
eigin lega samsetningu; í kjölfarið er nafnorðshluti einkunnarinnar felldur
brott og hinn ákvarðandi þáttur (lýsingarorðshlutinn) situr einn eftir í
hlutverki ákvæðisliðar. Þetta má bera saman við það sem sést vel í eldra
máli þar sem nafnorð eru einkunnir, t.d. matmáls stund, Rúmverja höfðingj-
ar, á ungmennis aldri, miðsumars blót, og hafa færst fram fyrir höfuðorðið
(sjá Nygaard 1966:129, einnig Þorstein G. Indriðason 1999:136). Sum
lýsingarorð sem þannig hafa fengið nafnorðshlutverk í samsettum orðum
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 121