Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 49
Í töflu 1 er birt yfirlit úr tölfræðilíkaninu þar sem sjá má hlutfallslík-
indi (e. odds ratio) umröðunar með hverri forsagnarbreytu, að teknu tilliti
til slembibreytnanna, þ.e. áhrifa einstakra texta og sagnorða. Hlut falls -
líkindi segja til um líkurnar á að fá fram það gildi sem kemur fram innan
hornklofans í samanburði við viðmiðunargildi breytunnar þar sem gildið
1 táknar að breytan hafi engin áhrif, gildi lægri en 1 tákna minni líkur á
umröðun og gildi hærri en 1 meiri líkur. Gildi á borð við 2 er því til marks
um tvöfaldar líkur á umröðun með því gildi sem tiltekið er innan horn-
klofa miðað við grunngildi viðkomandi forsagnarbreytu (sjá 3. kafla og
umfjöllun hér á eftir).
Umröðun
Forsagnarbreytur Hlutfallslíkindi Bil vikmarka p-gildi
Setningarformgerð [t3] 11,80 2,76–50,51 0,001
Textategund [trúarl. rit] 2,92 1,53–5,57 0,001
Kvikt óa [ókvikt] 2,53 1,17–5,49 0,019
Ákveðni ba * óa [óákveðið] 2,22 0,57–8,68 0,251
Setningarformgerð [as] 2,09 0,51–8,56 0,306
Orðafjöldi óa 2,07 1,55–2,77 <0,001
Sagnflokkur [raunv. tilfærsla] 2,01 1,09–3,71 0,026
Ákveðni ba [óákveðið] 1,26 0,70–2,28 0,435
Kvikt ba [ókvikt] 1,04 0,42–2,62 0,927
Orðafjöldi ba * Orðafj. óa 0,97 0,89–1,06 0,522
Tímabil (öld) 0,76 0,67–0,87 <0,001
Orðafjöldi ba 0,75 0,59–0,97 0,028
Fallmörkun [markað] 0,47 0,16–1,37 0,165
Ákveðni óa [óákveðið] 0,34 0,10–1,13 0,078
(Skurðpunktur) 0,18 1,53–5,57 0,001
Slembibreytur
σ2 3,29 F Sögn 57
τ00 Sögn 0,31 F Texti 127
τ00 Texti 0,27 Tilvik 740
Innri fylgnistuðull (ICC) 0,15 Jaðrað R2/ skilyrt R2 0,606 / 0,665
Tafla 1: Blandað línulegt aðhvarfslíkan: yfirlit forsagnar- og slembibreytna.
Tölfræðilega marktæk p-gildi feitletruð.
Sögulegar breytingar á orðaröð 49