Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 191
Axel Harðarson 2008:159–161). Hins vegar bera bæði fornnorræna (Óðinn) og
fornenska (*Wden, *Wēden í ne. Wednes-day) vott um myndina *Wōđina-.7
Þessa mynd má skýra sem afleiðslu af i-stofninum *wōđi- (í fnorr. óðr kk. < kvk.
‘geð, ákefð, óró, skáldskapur, kvæði’, ef. et. óðar, og fhþ. wuot kvk. ‘áköf hugar-
hræring, æði’, þgf. og ef. et. wuoti) og hefur merkingin verið sú sama og Schaffner
gerir ráð fyrir (sjá hér að ofan). Í nafnmyndinni *Wōđana-, sem fram kemur í
vesturgermönskum málum (fhþ. Wuodan, fsax., fe. Wōden), hefur á hinn bóginn
verið skipt um viðskeyti (svo einnig að mati Schaffners, s.st.). Um slík umskipti
í viðskeyti sjá t.d. gotn. maurgins, fnorr. morginn, mørginn, merginn, myrginn :
fhþ., fsax. morgan og fnorr. morgunn. Til viðbótar má nefna að frnorr. woduride
(= Wōđurīđē, þgf. af mannsnafninu WōđurīđaR, á Tune-steini) bendir til að
frumgermanska hafi einnig haft u-stofninn *wōđu- í sömu eða svipaðri merkingu
og i-stofninn *wōđi-, þ.e. ‘hughrif, innblástur, uppnám, geðshræring, æði’.
8. Ending nf. et. karlkenndra n-stofna í frumnorrænu
Einkennandi fyrir eldri frumnorrænu er að n-stofna karlanöfn eða viðurnefni
enda ýmist á -o eða -a í nf. et., sbr. wagnijo, niþijo, lamo og hariso andspænis
muha, hariuha, gudija og harja. Um þetta ræðir MS á bls. 27–32. Endingin -o
(-ō), sem samsvarar fhþ., fsax. -o og fe. -a, er rakin til frgerm. *-ō(n) eða *-ō̃.
Reyndar kemur aðeins síðari endurgerðin til greina (hvorki *-ōn né *-ō hefði
gefið fhþ., fsax. -o og fe. -a). Endingin -a (-a) er hins vegar skýrð sem nýjung í
frumnorrænu. Kveikja hennar hafi verið þörfin á skýrri aðgreiningu karlkenndra
og kvenkenndra stofna: kk. -a andspænis kvk. -ō. Þá er hermt að Nils Lid (1952)
hafi í þessu sambandi lagt áherslu á tíða viðliði af gerðinn -heri (einheri) og -veri
(skipverjar) en nefnifall þeirra á -i ásamt i-hljóðvarpi bendi til frnorr. *-ija. Síðan
bætir MS því við að þessi skoðunarmáti feli í sér að hér sé ótvírætt um að ræða
orðhlutafræðilegt atriði (áhrifsbreytingu) en ekki hljóðrétta þróun úr indóevr-
ópsku. Um þetta mætti rita langt mál en ég læt það vera að sinni. Þó er nauðsyn-
legt að benda á villuna sem fólgin er í því að rekja endingu nf. et. í samsettum
orðum með viðliðina -heri og -veri til frnorr. *-ija (svo einnig að því er virðist á
bls. 80). Eins og aukafallsmyndir eintölu og fleirtölumyndir þeirra sýna (einherja,
skipverja en ekki *einhera, *skipvera) höfðu þær ekki stofnviðskeytið *-ijan- held-
ur *-jan-. Ef slík orð hefðu haft endinguna -a í nf. et. hefðu þau endað á *-ja í
þessu falli en ekki *-ija. Sú ending hefði þróast þannig í norrænu: *-ja > *-i > *-Ø.
Því væri nauðsynlegt að rekja endinguna -i í nf. et. allra karlkenndra n-stofna, þ.e.
an-, jan-, ijan- og wan-stofna, til örfárra ijan-stofna sem höfðu mjög lága tíðni í
Ritdómar 191
7 Hljóðvarpsleysi fornnorrænu myndarinnar skýrist á sama hátt og hljóðvarpsleysi
lýsingarhátta þátíðar eins og fallinn, ráðinn og blótinn, sem samkvæmt vitnisburði frnorr.
haitinaR ‘heitinn’ (Kalleby) og faikinaR (í flagdafaikinaR ‘*flagðfeikinn, sem ógnað er af
flögðum’ (Vetteland), af týndri sögn *faikan, sbr. feikn) höfðu viðskeytið *-ina- (um þetta
sjá Jón Axel Harðarson (2001:67–69); um ómöguleika þeirrar skoðunar að fnorr. -inn sé
komið af *-an(a)R sjá sama rit, bls. 70–73).