Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 188
fhþ. man. Það er því greinilegt að ummyndun eintölunnar til samræmis við beyg-
ingu a-stofna er ung í fornvesturgermönskum málum. Hið sama hlýtur einnig að
eiga við um fornnorrænu. Líklega hefur þessi aðlögun ekki byrjað fyrr en a-
stofnar höfðu sætt brottfalli í nf., þf. og ef. et. Af þessu er ljóst að útilokað er að
endurgera eintölu orðsins maður sem a-stofn í frumgermönsku. — Í samræmi við
þetta þarf einnig að endurskoða endurgerðina *mannaR á bls. 51.
3. Skyldleikatengsl fornniðurlensku og annarra germanskra mála
Á bls. 20 er norðursjávargermanska (þ.e. ingveónska) sögð fyrirrennari fornsax-
nesku, fornfrísnesku, fornniðurlensku og fornensku en ekki fornháþýsku. Reyndar
sýnir fornniðurlenska bæði franknesk og ingveónsk einkenni og umdeilt hefur
verið hvernig beri að skýra það. Steffen Krogh (1997), sem metur skyldleikatengsl
germanskra mála út frá mismunandi vali þeirra úr myndbrigðaforða frumger-
mönsku, hefur rennt frekari stoðum undir þá kenningu að fornniðurlenska sé að
upplagi fornniðurfrankneska og af sama meiði og forn háþýska en hafi að nokkru
leyti litast af ingveónskum nágrannamálum sínum. Hann telur réttilega að ingve -
ónska hafi aldrei verið samræmt málform heldur hópur sjálfstæðra mála sem
vegna náinna tengsla hafi tekið upp ákveðnar nýjungar, sem einkum varða hljóð -
þróun.
4. Þróun ie. s í bakstöðu á eftir sérhljóði í frumgermönsku
Á bls. 23 er rætt um afröddun hindrunarhljóða í algjörri bakstöðu og sagt að hún
hafi snemma orðið í gotnesku. Þar með hafi hið Vernerska víxlform -z < *-s
gengið til baka. Sem dæmi eru tekin orðin dags og gasts. Hér verður reyndar að
greina á milli raddaðs s (z) sem lenti í bakstöðu í frumgotnesku (sbr. endingu 2. p.
et. frgerm. *-ezi > *-izi > frgotn. *-iz > gotn. -is) og þess sem var í bakstöðu allt
frá frumgermönskum (og indóevrópskum) tíma (sbr. nf. et. frgerm. *-az, *-iz >
gotn. -s). Í síðara tilvikinu er ekki um víxlform að ræða sem var orðið til við
Vernerslögmál heldur varð ie. s í bakstöðu á eftir sérhljóði raddað í frumgerm -
önsku óháð upprunalegri áherslu,6 sbr. fe. sū, físl. sýr < frgerm. *sūz, fe. mā, físl.
meir < frgerm. *maiz, fhþ. (h)wer < frgerm. *hwiz, fhþ. ni curi ‘noli’ (2. p. et. vh.
þt. af kiosan ‘kjósa, velja’) < frgerm. *kuzīz; í öllum þessum orðmyndum var upp-
runaleg áhersla á næsta sérhljóði á undan s í bakstöðu, og ef Vernerslögmál hefði
verkað á þetta s hefði það átt að haldast óraddað og þar með varðveitast.
Orðmyndir eins og fsax. dagos og fe. dagas hafa endingar sem komnar eru af
frgerm. *-ōsez (hins vegar endurspegla físl. dagar, fhþ. tagā og frís. degar frgerm.
*-ōz(ez)). Sé þó gegn öllum sennileika gengið út frá því að ie. s í bakstöðu á eftir
sérhljóði hafi ýmist gefið s eða z samkvæmt Vernerslögmáli yrði að taka með í
reikninginn að þá væri endingin -s í nf. et. a-, i- og u-stofna í gotnesku tvíræð
Ritdómar188
6 Sjá t.d. Boutkan (1995:43–51) með tilvísunum.