Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 204

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 204
íslenskri nafnorðabeygingu. Hins vegar leiðir skortur á slíkum tengslum til breyti- leika og „gata“ í kerfinu. Jafnframt er rætt um hvernig eðli málbreytinga og breyti - leika í erfðarmálum (e. heritage languages) megi skýra með hliðsjón af slíku mál- tökuferli. Aðferðafræði ritgerðarinnar er í megindráttum tvíþætt: Í fyrsta lagi var tveim- ur ólíkum formlegum líkönum (Baayen 1989, 1993 og Yang 2016) beitt á texta- gögn af ýmsum toga (Sigríður Sigurjónsdóttir 2007; MÍM; SUBTLEX) til þess að spá fyrir um tileinkun málfræðilegs kyns og fleirtölumyndunar í íslensku. Í öðru lagi voru forspárgildi líkananna prófuð í þremur tilraunum með tveimur skil yrðum (e. conditions), virku og óvirku, til að athuga undir hvaða kringum - stæðum börn (og fullorðnir) alhæfi kyn og fleirtölumyndun nýrra nafnorða í ís - lensku. Helsti munurinn á líkönunum tveimur felst í því að líkan Baayen (P og P*) gerir ráð fyrir að barn á máltökuskeiði alhæfi fyrst og fremst út frá tíðni. Þannig læra börn ekki eiginlegar málfræðireglur og þar af leiðandi eru heldur engin skil á milli reglubundinna og óreglubundinna mynstra í málinu. Líkan Yang (2016), virkniþröskuldurinn (e. Tolerance Principle), spáir því hins vegar að börn geri skarpan greinarmun á reglum og undantekningum á máltökuskeiði. Virkni - þrösk uldurinn kveður á um að börn myndi reglur ef fjöldi undantekninga frá reglunni fer ekki yfir N/lnN, þar sem N er fjöldi orðmynda (e. types) sem fylgja tilteknu mynstri í málinu og ln táknar náttúrulegan logra. Í fyrstu tilrauninni horfðu þátttakendur, börn (N=26, 2;9–6;3 ára) og full- orðnir (N=18), á myndband á tölvuskjá þar sem ný nafnorð (bullorð) komu fram í nefnifalli eintölu, algengustu beygingarmynd íslensks nútímamáls (MÍM; SUB TLEX). Í virka skilyrðinu voru nafnorð með endinguna -r, -i eða -a í nefni- falli eintölu kynnt fyrir þeim. Nafnorð með endinguna -r eða -i í nefnifalli eintölu hafa tilhneigingu til þess að vera í karlkyni (sbr. t.d. hattur og pabbi) en jafnframt eru ýmsar undantekningar frá þessu mynstri (sbr. t.d. lifur og epli). Að sama skapi hafa nafnorð sem enda á -a tilhneigingu til þess að vera í kvenkyni, eins og t.d. hetta, þótt ýmsar undantekningar séu einnig frá því mynstri, eins og til dæmis auga eða eyra. Í óvirka skilyrðinu voru ný nafnorð með endingarlausri mynd (-Ø) í nefnifalli eintölu, jafnt einkvæð sem tvíkvæð, kynnt fyrir þátttakendum. Flest slík nafnorð eru í hvorugkyni eins og gagnagreiningarnar leiddu í ljós. Hins vegar gætir breytileika í úthlutun málfræðilegs kyns hjá sumum slíkum nafnorðum. Þátttakendur tóku þátt í gagnvirkum leik þar sem þeir þurftu að nota nafn- orðið í setningu sem framkallaði kynjasamræmi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru afgerandi. Bæði börn og fullorðnir drógu skörp skil á milli reglubundinna og óreglubundinna mynstra í málfræðilegu kyni í íslensku. Í virka skilyrðinu al - hæfðu þau karlkyn á nafnorðum sem enda annaðhvort á -r eða -i (99,2% svara barna og 98,2% fullorðinna) og kvenkyn í nafnorðum sem enda á -a (100% svara barna og 99% fullorðinna). Á hinn bóginn úthlutuðu bæði börn og fullorðnir málfræðilegu kyni af handahófi í óvirka skilyrðinu; svör þátttakenda einkenndust af miklum innri og ytri breytileika. Hvorki börn né fullorðnir alhæfðu hvorug- Ritfregnir204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.