Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Qupperneq 204
íslenskri nafnorðabeygingu. Hins vegar leiðir skortur á slíkum tengslum til breyti-
leika og „gata“ í kerfinu. Jafnframt er rætt um hvernig eðli málbreytinga og breyti -
leika í erfðarmálum (e. heritage languages) megi skýra með hliðsjón af slíku mál-
tökuferli.
Aðferðafræði ritgerðarinnar er í megindráttum tvíþætt: Í fyrsta lagi var tveim-
ur ólíkum formlegum líkönum (Baayen 1989, 1993 og Yang 2016) beitt á texta-
gögn af ýmsum toga (Sigríður Sigurjónsdóttir 2007; MÍM; SUBTLEX) til þess
að spá fyrir um tileinkun málfræðilegs kyns og fleirtölumyndunar í íslensku. Í
öðru lagi voru forspárgildi líkananna prófuð í þremur tilraunum með tveimur
skil yrðum (e. conditions), virku og óvirku, til að athuga undir hvaða kringum -
stæðum börn (og fullorðnir) alhæfi kyn og fleirtölumyndun nýrra nafnorða í ís -
lensku.
Helsti munurinn á líkönunum tveimur felst í því að líkan Baayen (P og P*)
gerir ráð fyrir að barn á máltökuskeiði alhæfi fyrst og fremst út frá tíðni. Þannig
læra börn ekki eiginlegar málfræðireglur og þar af leiðandi eru heldur engin skil
á milli reglubundinna og óreglubundinna mynstra í málinu. Líkan Yang (2016),
virkniþröskuldurinn (e. Tolerance Principle), spáir því hins vegar að börn geri
skarpan greinarmun á reglum og undantekningum á máltökuskeiði. Virkni -
þrösk uldurinn kveður á um að börn myndi reglur ef fjöldi undantekninga frá
reglunni fer ekki yfir N/lnN, þar sem N er fjöldi orðmynda (e. types) sem fylgja
tilteknu mynstri í málinu og ln táknar náttúrulegan logra.
Í fyrstu tilrauninni horfðu þátttakendur, börn (N=26, 2;9–6;3 ára) og full-
orðnir (N=18), á myndband á tölvuskjá þar sem ný nafnorð (bullorð) komu
fram í nefnifalli eintölu, algengustu beygingarmynd íslensks nútímamáls (MÍM;
SUB TLEX). Í virka skilyrðinu voru nafnorð með endinguna -r, -i eða -a í nefni-
falli eintölu kynnt fyrir þeim. Nafnorð með endinguna -r eða -i í nefnifalli eintölu
hafa tilhneigingu til þess að vera í karlkyni (sbr. t.d. hattur og pabbi) en jafnframt
eru ýmsar undantekningar frá þessu mynstri (sbr. t.d. lifur og epli). Að sama skapi
hafa nafnorð sem enda á -a tilhneigingu til þess að vera í kvenkyni, eins og t.d.
hetta, þótt ýmsar undantekningar séu einnig frá því mynstri, eins og til dæmis
auga eða eyra. Í óvirka skilyrðinu voru ný nafnorð með endingarlausri mynd (-Ø)
í nefnifalli eintölu, jafnt einkvæð sem tvíkvæð, kynnt fyrir þátttakendum. Flest
slík nafnorð eru í hvorugkyni eins og gagnagreiningarnar leiddu í ljós. Hins vegar
gætir breytileika í úthlutun málfræðilegs kyns hjá sumum slíkum nafnorðum.
Þátttakendur tóku þátt í gagnvirkum leik þar sem þeir þurftu að nota nafn-
orðið í setningu sem framkallaði kynjasamræmi. Niðurstöður rannsóknarinnar
voru afgerandi. Bæði börn og fullorðnir drógu skörp skil á milli reglubundinna
og óreglubundinna mynstra í málfræðilegu kyni í íslensku. Í virka skilyrðinu al -
hæfðu þau karlkyn á nafnorðum sem enda annaðhvort á -r eða -i (99,2% svara
barna og 98,2% fullorðinna) og kvenkyn í nafnorðum sem enda á -a (100% svara
barna og 99% fullorðinna). Á hinn bóginn úthlutuðu bæði börn og fullorðnir
málfræðilegu kyni af handahófi í óvirka skilyrðinu; svör þátttakenda einkenndust
af miklum innri og ytri breytileika. Hvorki börn né fullorðnir alhæfðu hvorug-
Ritfregnir204