Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 195
verkað þar í frumnorrænu, því *suniju, *sunijuR > *sunī, *sunīR > fnorr. syni, synir.
Samsvarandi breytingu þyrfti einnig að gera á bls. 68 (nf. flt. -iuR).
Ending ef. et. kvenkenndra ōn-stofna í norrænu er á bls. 49 rakin til frgerm.
*-ōnaz. Engar heimildir eru þó um eignarfallsendinguna *-az hjá samhljóðastofn-
um í germönsku heldur aðeins *-iz (< ie. *-es), sbr. ef. et. físl. nætr < *nahtiz.
Á bls. 55 er frnorr. „*sofiR“ > fnorr. søfr nefnt sem dæmi um i-hljóðvarp. Rétt
er að myndin *soƀiR breyttist í søfr við svokallað iR-hljóðvarp (sem MS gerir grein
fyrir á bls. 58).
Orðmyndirnar betr og betra og endurgerðir þeirra eru á bls. 57 greindar sem
lýsingarorð og atviksorð. Þessu þarf að víxla.
Á bls. 146 er sögnin kleisask nefnd sem dæmi um inkóatíf-ingressífa verkn -
aðar gerð og er merking hennar sögð ‘zu Lispeln [lispeln] anfangen’. Ég kannast
aðeins við eitt dæmi um þessa sögn (tunga kleisisk, sjá Cleasby-Vigfusson 1874:
342), sem leidd er af lýsingarorðinu kleiss ‘blestur á máli, þvoglumæltur’. Merking
hennar virðist miklu fremur vera ‘tala óskýrt, vera þvoglumæltur’ (sbr. Ásgeir Bl.
Magnússon 1989:473).
Í orðaskrá um málvísindaleg, rúnafræðileg og fornleifafræðileg hugtök í
viðauka ritsins mætti á bls. 152 og 154 skerpa á skilgreiningu rótar, stofns og
viðskeytis og greina betur þar á milli eftir samtímalegu og sögulegu sjónarhorni.
Samtímalega má t.d. greina orðin gestr og steinn í fornnorrænu í stofnana og ræt-
urnar gest- og stein- en sögulega séð eru þessir orðhlutar settir saman af *gas-ti- og
*stai-na-.
Loks má nefna að orðaskrá hefði auðveldað mjög notkun ritsins. Auk þess
hefði verið hjálplegt ef í skrá um fundarstaði áletrana (á bls. 137–139), sem reynd-
ar er kölluð „skrá um rúnaáletranir sem vitnað er til“, hefði verið vísað til
blaðsíðna þar sem rætt er um einstakar áletranir eða myndir sem koma fyrir í
þeim.
13. Lokaorð
Vonandi geta þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar átt einhvern þátt í að
rit MS um frumnorræna málfræði og rúnafræði komi út í endurskoðaðri og bættri
mynd. Ritið er mjög gagnlegt og ber vott um víðtæka þekkingu höfundar á nor-
rænum fræðum, einkum rúnafræði og norrænni málsögu, og á hann miklar þakkir
skildar fyrir það.
heimildir
Adelung, Johann Christoph. 1809. Mithridates oder allgemeine Sprachenkunde. 2. Teil. Von
Johann Christoph Adelung, großenteils aus dessen Papieren fortgesetzt und bearbeit-
et von Johann Severin Vater. Vossische Buchhandlung, Berlín.
Antonsen, Elmer H. 1975. A Concise Grammar of the Older Runic Inscriptions. Niemeyer,
Tübingen.
Ásgeir Bl. Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Ritdómar 195