Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 81
Tafla 2 sýnir dæmi um stofnsamsett nafnorð þar sem fyrri liðurinn
svar ar til stofns karlkyns-, kvenkyns- og hvorugkynsorða. Hér er ekki
gert upp á milli einstakra beygingarflokka því það er þessum flokkum
sameiginlegt að stofninn er samhljóða myndinni sem kemur fram í þol-
falli eintölu.
Karlkynsorð Kvenkynsorð Hvorugkynsorð
kálfskinn kinnbein borðbæn
armband nálhús höggbylgja
belgvíður sólfar landkynning
brageyra fréttnæmur þinghús
litblinda ástmaður þilskip
staðdeyfing bókhneigður rifbein
veturseta grindverk spjallrásir
Tafla 2: Dæmi um stofnsamsetningar þar sem fyrri liðurinn svarar til nafnorða
af mismunandi kyni.
Ekki gengur jafn greiðlega að nota stofna allra karlkynsnafnorða í sam-
setningum. Til dæmis eru ekki til margar stofnsamsetningar með smið-
sem fyrri lið og þær sem þó eru til eru gamlar í málinu, sbr. smiðreim og
smiðkona. Sumir tvíkvæðir stofnar koma sömuleiðis ekki fyrir í stofnsam-
setningum, sbr. galdur, bakstur og biskup. Í stað stofn sam setningarinnar er
notuð eignarfallssamsetning, sbr. galdra(ef.ft.)-maður, baksturs(ef.et.)-dagur
og biskups(ef.et.)-ritari. Aðrir tvíkvæðir stofnar eiga auðveldara með að mynda
stofnsamsetningar, t.d. akur og bikar, sbr. akurlendi og bikarkeppni.9
Sum kvenkynsorð eins og stöð, lifur, dyggð og búð koma sjaldan fyrir í
stofnsamsetningum, rétt eins og á við um karlkynsorð, en þau geta aftur
á móti myndað eignarfallssamsetningar, t.d. stöðvarstjóri, lifrarsjúkdómur,
Leitin að stofninum 81
sagnir þar sem fyrri liður er í eignarfalli, sbr. fjárfesta og kostnaðarmeta. Til viðbótar þessu
bentu ritrýnir og ritstjórar á fleiri eignarfallssamsettar sagnir: beygingargreina, bólusetja,
efnagreina, fúaverja, handleggsbrotna, heilaþvo, orðflokkagreina, sápuþvo og vísitölubinda.
Ekkert óvenjulegt er á ferðinni í fyrri lið í ofangreindum samsetningum en svo eru til sagn-
ir eins og kjöldraga með hljóðverptum stofni. Nánar er fjallað um slík dæmi í kafla 3.6.
9 Í þessu tilviki gæti þetta átt sínar skýringar í mismunandi atkvæðagerð; fyrra
atkvæðið í akur og bikar er (C)VC (þar sem V er sérhljóð og C er samhljóð) en í bakstur og
biskup er það CVCCC eða CVCC, þ.e.a.s. tvö eða þrjú samhljóð í rótaratkvæðinu á móti
einu samhljóði í akur og bikar. Þetta er þó ekki einhlítt því finna má dæmi eins og akstur-
gjald með þremur samhljóðum í stofni í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.