Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 109

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 109
4. Söguleg og samtímaleg úttekt á samsetningum með lýsingar orð - um í ef.ft. sem fyrri lið 4.1 Inngangur Í þessum kafla verður greint frá niðurstöðum leitar í nokkrum orðabók- um og gagnasöfnum að samsetningum sem hafa lýsingarorð í eignarfalli fleirtölu sem fyrri lið.7 Í kafla 4.2 verður fjallað um dæmi úr eldra máli sem eru samsett uppflettiorð í ONP og um eignarfallseinkunnir af líku tagi. Í 4.3 er greint á líkan hátt frá þeim dæmum sem fundust í yngra máli, fyrst og fremst við leit í RMS. Í 4.4 er samanburður á eldra og yngra máli og þar eru helstu atriði kaflans dregin saman. 4.2 Eldra mál Leit í ONP með hliðsjón af orðalistanum sem greint var frá í 3. kafla leiddi í ljós 42 samsett uppflettiorð með lýsingarorði í eignarfalli fleirtölu sterkrar beygingar í fyrri lið.8 Tvö þeirra hafa ósamsettan fyrri lið, ör - nefnið Heilagrafjall og messudagsheitið heilagramessa, og 18 eru samsetn- ingar með fn. allra- og lo. heilagra- í fyrri lið. Hinar samsetningarnar hafa lýsingarorðið sem fyrri hluta samsetts eignarfallsliðar, þar sem seinni hlutinn er nafnorð (oftast orðið maður) í eignarfalli fleirtölu. Lýsingar - orðin eru því í reynd einkunn með kjarna þessa liðar, nafnorðinu sem lýs - ingarorðið afmarkar nánar merkingarlega, þ.e. manna í fátœkramanna-fé, allraheilagramanna-messa o.þ.h. Slík dæmi eru því formlega séð sambæri- leg við eignarfallseinkunnir í setningarlið (fé fátœkra manna). Þessar sam- setningar segja að vísu ekki margt um getu lýsingarorða til að standa ein í nafnorðshlutverki í eignarfalli fleirtölu, en gætu þó varpað ljósi á síðari þróun svipaðra dæma þar sem nafnorðshluti einkunnarinnar (yfirleitt manna) virðist falla brott, eða a.m.k. hafa gert það á eldra málstigi, og skulu Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 109 7 Eins og áður hefur komið fram er megináhersla lögð á að skoða eignarfallssamsetn- ingar með fleirtölumynd sterkra lýsingarorða í fyrri lið og þær eru talsvert algengar í íslensku. Ekki er algengt að sjá eintölumyndir sterkra lýsingarorða í þessari stöðu og er sú takmörkun athyglisverð. Áður hefur verið minnst á dæmi eins og gamalsaldur og lítils - virðing í kafla 2.2, og í RMS er t.d. að finna samsetningarnar dauðsfall, dauðsför, dauðsmáti, dauðstíð. Sérstaklega er lítið um dæmi þar sem fyrirsett tvíliðuð eignarfallseinkunn er í ein- tölu, t.d. ungs manns gaman og óðs manns æði. 8 Þessar samsetningar eru flettiorð í ONP og því greindar þar sem samsett orð. Við gerum ráð fyrir þeirri breytingu frá eldra máli til yngra máls að upphaflega hafi verið um að ræða fyrirbæri á setningarsviði málsins sem nú sé á orðmyndunarsviði málsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.