Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 4
IV
lausar athuganir úr dagbókum frá ferðalögum eru eigi að-
gengilegar nema fyrir þá, sem þeim hafa safnað.
Jeg er mjög þakklátur Vísindafjelagi íslendinga fyrir að
taka að sjer útgáfu rits þessa; hefir stjórn fjelagsins lagt
kapp á að gera það svo vel úr garði sem föng vöru á.
Þetta er fyrsta ritið sem fjelagið gefur út, og að því er eg
hygg, fyrsta ritið svipaðrar tegundar og þetta, sem gefið er
út hjer á landi, með sama sniði og títt er meðal vísinda-
fjelaga í öðrum menningarlöndum, þar sem höfundur riti
aðalritið á móðurmáli sínu, en láti fylgja útdrátt efnisins á
einhverju hinna þriggja höfuðtungumála heimsins.
Eg leyfi mjer að þakka Alþingi og háskólaráði íslands-
háskóla fyrir styrk, er mjer hefir verið veittur úr ríkissjóði
íslands og sáttmálasjóð Háskóla íslands, til jarðfræðirann-
sókna hjer á landi. Að lokum þakka eg gestrisni, velvild
og liðsinni, er eg hvervetna átti að mæta hjá mönnum í för
minni um Borgarfjörð og Hvalfjörð sumarið 1920.
Akureyri, 30. júní 1023.
S'uðm. S. 3árðarson.