Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 5
Fornar sjávarminjar
við Borgarfjörð og Hvalfjörð.
1. Jnngangur.
Fornar sjávarminjar nefnum vjer einu nafni bæði merki
þau eða spor, sem sjórinn til forna hefir mótað umhverfis
strendur landsins, og eins jarðlög þau, er hlaðist hafa sam-
an af völdum sjávarins, ýmist umhverfis fjörumál eða á
mararbotni, og nú eru hafin yfir sjávarmál. Af sjávarminjum,
sem nefndar verða í greininni hjer á eftir, eru þessar helstar.
Brimþrep eða brimhjallar eru stallar, er sjávarbrimið hefir
sorfið í fast berg við fjörumál. Gætir þeirra mest út til nesja,
þar sem brimasamast hefir verið, einkum í bröttum fjallshlíð-
um, þar sem laus lög hafa eigi getað staðnæmst til hlífðar
berginu. Pað eru nefndar strandlinur, þegar sjórinn hefir
eigi náð að mynda greinilega hjalla, heldur gróp eða mjóar
hillur, er rekja má langa vegi eftir bröttum fjallahlíðum, ein-
mitt á sömu hæð og sjávarmál hefir legið til forna.
Fjöruklif eða brimklif (klint) nefnum vjer brattar brekkur
eða þverhnípta kletta, er myndast hafa ofanvert við sjávar-
mál á þann hátt, að brimið hefir etið undan jarðlögunum
eða berginu, er ofar lá, svo að það hefir hrunið niður og
þverhnípi myndast.
Malarkambar hafa myndast af brimnúnu grjóti og möl,
er sjórinn hefir varpað upp á ströndina; líta þeir út sem
lágar, ávalar öldur, er liggja lárjett. Má víða rekja þá óslitið
á sömu hæð, alllangan veg.
1