Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 7
3
Iögum og malarlögum, er að jafnaði talið, að Ieirlögin sjeu
mynduð á mestu dýpi, en að malar- og sandlögin sjeu
grunnsjávar myndanir. Algengasta lagskipunin í fornum
marbökkum er sú, að smáger leir er neðst; er ofar dregur
verður leirinn sandborinn; svo taka við leirborin sandlög
og smáger möl og efst gróf möl og sandur. Ber lagskipun
þessi vott um síminkandi dýpi, meðan lögin voru að mynd-
ast. Stundum hittast líka grunnsjávarmyndanir undir leir-
lögunum (möl, sandur). Er það vottur þess, að sjórinn
hafi staðið lægra áður en Ieirlögin mynduðust.
Fjöruborð nefni jeg einu nafni þau merki eða þær sjávar-
minjar, er myndast hafa í fjörum eða umhverfis sjávarmál,
t- d. malarkamba, brimþrep, brimklif og fleira.
Brimnúið grjót og möl (sjávarmöl, fjörumöl) er einhver
algengasta myndun meðal fornra sjávarminja. Er fjörumöl
hvervetna algeng, þar sem sjór hefir flóð yfir til forna.
Hafa steinarnir orðið hnöttóttir, sljettir og fágaðir að utan
af því að veltast í öldunum við ströndina.
1 slíkum malarlögum mótar iðulega fyrir lagskiftingu;
skiftast á lög af stórgerðri möl og smárri með millilögum
af sandi.
Ægisandur (fjörusandur, sjávarsandur) er og mjög al-
gengur meðal sjávarminja. Er alloftast lagskiftur.
Sjávarleir er einnig mjög algengur meðal sjávarminja,
sem myndast hafa á nokkru dýpi. Leirinn er alla jafna
lagskiftur, og eru smálögin aðgreind af örþunnum lögum
af grófgerðum Ieir eða fínum sandi. — Sjeu smálögin mis-
l‘t, svo að glögglega megi greina þau hvort frá öðru, jafn-
vel í nokkrum fjarska, nefnum vjer leirinn hvarjleir.
Sœskeljar og aðrar sædýraleifar eru talsvert algengar í
fornum sjávarlögum. Eru þær öruggasta leiðbeiningin til að
greina sjávarlög frá öðrum svipuðum jarðmyndunum, eink-
um ef þær finnast í sömu stellingum og þær hafa lifað.
Skeljategundirnar Iifa á mismunandi dýpi, sumar aðeins í
fjörum eða á grunnsævi, aðrar aðeins á talsverðu dýpi og
pekur aldrei á fjörur. Af skeljunum má því oft ráða nokkuð
1 það, á hve miklu dýpi lög þau hafa myndast, er þær finn-
ast í. Hver skeljategund þarfnast ákveðinna lífsskilyrða (hiti
r