Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 9
5
ingum og þær hafa verið í í lifanda lífi á mararbotni, erum
vjer þess fuiivissir, að sjórinn hafi náð þar yfir í fyrndinni.
— Þar sem malarkambar, brimþrep og marbakkar, þaktir
lábarinni möl, taka hvert við af öðru og iiggja ósiitið að
kalla á sömu hæð eftir hlíðunum umhverfis láglendin,
verður það eigi skýrt á annan hátt en þann, að sjávarmál
hafi um eitt skeið náð upp að þeim mörkum.
Hæðarmælingar staða, sem tilfærðar eru í grein þessari,
hefi jeg gert með loftþyngdarmæli (Aneroíd-Barometer).
Hefi jeg miðað við mælda hæðardepla, sem markaðir eru
á kortum herforingjaráðsins danska, er næst lágu athugunar-
stöðunum. Sjaldnast hafði jeg tækifæri til að endurtaka
mælingarnar, svo að þeim er eigi treystandi sem nákvæm-
um. Annars voru hæðarmælingarnar á kortunum að ómet-
anlegu liði við athuganirnar og spöruðu mjer mikinn tíma
og fyrirhöfn við mælingar, því að víða hagaði svo til, að jeg
að miklu leyti gat stuðst við mælingar, sem þar eru tilfærðar.
2. £ýsing jornra sjáoarminja
a) Sjdvarminjar umhverfis Norðurd.
Pess sjást engin merki, að sjór hafi nokkru sinni náð
upp í efsta hluta Norðurárdals. Hæð dalsins frá Sveina-
tungu upp að Fornahvammi er 100 — 150 m. yfir sjávarmál,
og þar fyrir framan upp að heiði er hann 160 — 220 m.
yfir sjávarmál.
Á öllu þessu svæði ber mest á grjótöldum og óreglu-
legum malarhólum. Grjótið í hólunum er víðast hrufótt
með hvössum hornum og röðum og víða jökulnúnir steinar
innan um, og á ýmsum stöðum er leir innan um grjótið.
Þessi lausu jarðlög eru ekki lagskift; mölin, steinarnir og
leirinn er elt saman í einn graut, eins og venjulegt er í
fornum jökulruðningi.
Hjá sæluhúsinu fyrir neðan heiðarsporðinn syðri sá jeg
í læk einum lagskiítan leir. Par er dalbotninn flatiendur á