Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 10

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 10
6 kafla. Leirlög þessi eru óefað mynduð í fersku vatni. Skamt fyrir neðan gengur lág urðaralda þvert yfir dalbotninn. Fyrir ofan hana hefir líklega myndast lítið vatn, er jökullinn hvarf úr dalnum, svo að leir hefir getað setst þar til í lögum. Síðar hefir vatnið bæði fylst af árframburði og áin rofið skarð í urðaröldurnar, svo að vatnið hefir fengið framrás og þornað. Umhverfis Fornahvamm er nokkurt flatlendi eða eyrar ineð ánni. Eru þær myndaðar af malarruðningi, er árnar hafa borið fram. Par er Norðurá hallalítil og hefir því um eitt skeið safnað þar möl undir sig. Einnig hefir Hvassá, sem fellur í Norðurá hjá Fornahvammi, borið mikla möl niður á flatlendið og myndað malareyrar niður af bænum. Par fyrir neðan er dalurinn þröngur, og rennur áin víða í kröppu klettagili, en óreglulegir malarhólar og urðaröldur eru á víð og dreif í hlíðahöllunum. Helst þessi sami svipur á dalnum niður hjá Sveinatungu, niður undir Sanddalsá. Er það ljóst, að jöklar í fyrndinni, og síðar rennandi vatn, hafa mótað yfirbörð dalsins þar efra, en sær hvergi náð til, til þess að jafna yfir. Fyrir neðan Sanddalsá er annar svipur á dalnum. Þar eru urðarhólarnir að mestu úr sögunni í lágdalnum. Efst eru flatar malareyrar við Norðurá ca. 80 m; yfir sjávarmál. Vegurinn frá Sanddalsá niður undir Hvamm liggur sum- staðar eftir malarþrepi af lábarinni möl, 80 — 90 m. yfir sjávarmál. Umhverfis Hvamm breikkar dalurinn, renna árnar þar um allbreitt flatlendi, er liggur óslitið niður fyrir Hreim- staði. F*ar ganga klettaásar nálægt ánni á báðar hliðar, svo að mjódd verður á dalnum fyrir neðan láglendið. í mjódd- inni er dalurinn ca. 65 m. hár yfir sjávarmál, en flat- lendið þar fyrir innan fram undir Hvamm 65 — 75 m. y. s. Hjer er dalurinn því eigi hærri en svo, að særinn hefði vel getað náð hingað upp við endalok jökultímans, miðað við hæð hinna efstu sjávarmarka annarsstaðar um- hverfis láglendi Borgarfjarðar. Neðan til á flatlendinu, um- hverfis Hreimstaði, er lagskiftur leir í bökkunum við ána, sem vel getur verið forn sjávarleir, — en engar dýraleifar fpnn jeg í leirnum, til úrskurðar um það, hvort heldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.