Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 11
7
hann væri myndaður í sjó eða fersku vatni. Lárjett þrep
af núinni möl eru við ána fyrir ofan Hvamm, eins og áður
er getið, og eins með fram áreyrunum beggja megin ár-
innar neðan til á láglendinu eru þeir þaktir Iábarinni möl
og líkjast fornum marbökkum. Haldast malarþrep þessi
óslitið niður dalmjóddina og ná saman við samskonar mal-
arþrep hjá Dalsmynni. Eru þrep þessi ca. 80 m. há y. s.
— Tel jeg lítinn vafa á, að þetta sjeu fornir marbakkar
eða forn fjöruborð og að sjór muni hafa náð hjer inn fyrir
dalmjóddina eftir að jöklar hurfu úr dalnum.
Fyrir neðan Dalsmynni breikkar dalurinn aftur. Liggur
þaðan nálega marflatt sljettlendi niður með ánum niður
undir Brókarhraun, hjer um bil 60 m. hátt y. s. Allþykk
lagskift leirlög koma víða fram í árbökkunum, er niður dreg-
ur á láglendið. Fyrir neðan Hraunsnef sá jeg jökulfágað-
ar klappir gægjast út undan leirnum. Eigi fann jeg skelj-
ar nje aðrar sædýraleifar í leirnum. Pó tel jeg líklegt, að
leirlögin sjeu mynduð í sjó, því að varla getur leikið vafi
á því, að sjór hafi náð hjer inn í dalinn við lok jökultím-
ans, þar eð dalbotninn liggur mun lægra en efstu sjávar-
mörk hjer í kring og landslagið utar í dalnum þannig, að
ekkert gat verið til að hindra innrás sjávarins.
Brókarhraun, sem runnið hefir úr Grábrókargígum N.-A.
af Hreðuvatni yfir þveran dalinn, hefir runnið löngu eftir jök-
ultímann og eftir að sjórinn hefir vikið úr dalnum. Hraunið
er úfið apalhraun með ótal kvosum og opnum sprungum,
sem hlotið hefðu að fyllast og jafnast, ef sjór hefði gengið
yfir það. Efri jaðar hraunsins er þó nokkuð jarðorpinn.
Hefir hraunið líklega í fyrstu hindrað framrás ánna úr
dalnum, svo að lón hefir myndast við efri jaðar þess, og
vatnið dreift Ieir og sandi út í jaðarinn og jafnað þar yfir
hraunið. Síðar hefir Norðurá grafið all-djúpa farvegi niður
í gegnum hraunhaftið; eru hraunveggirnir við ána sumstaðar
10 — 12 m. á hæð. Hefir áin þurft langan tíma til að sverfa
svo bergið, enda mun hraunið hafa runnið all-löngu fyrir
landnámstíð.
I dalmynninu fyrir neðan hraunið eru margir hallandi kletta-
ásar, er hafa svipaða stefnu og dalurinn.