Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 12
8
Milli ásanna og utan í þeim er víða lábarin möl og
malarþrep. Ofanvert við túnið í Grafarkoti nær lábarða möl-
in ca. 80 m. y. s. og vottar þar fyrir malarkambi. Litlu
ofar og vestar taka við brött klettabelti, sem ef til vill eru
gömul brimklif, mynduð á þeim tíma, er hafflötur lá við
malarkambinn.
Munaðarnes stendur sunnanvert við ásaþyrpinguna í dal-
mynninu fyrir vestan Norðurá. í dældum fyrir vestan bæ-
inn eru þykkar leirmyndanir. Hafa lækir grafið farvegi í
leirlögin, og sjest skipun leirlaganna best í bökkum þeirra.
Við Munaðarneslæk eru leirlögin þykkust og ná þar 25 — 30
m. y. s. Við samanburð á lögunum í bökkum lækjanna
kom í Ijós, að skipun þessara sjávarlaga var sem hjer
segir:
1. (efst) Lábarin mö*, er huldi leirbakkana umhverfis
grófirnar, og myndaði sumstaðar lágar malaröldur í Hauga-
melum (40 — 50 m. yfir sjávarmál).
2. Sandblandin, smáger möl og sandur. Allvíða greini-
lega lagskift. Voru lög þessi þykkust í svonefndum Fjósa-
grafarlæk fyrir sunnan Munaðarneslæk. Pyktin ca. 5 —ö m.
3. Lagskiftur, grár leir lítið eitt sandblandinn með strjál-
ingi af smáum steinvölum, einkum neðan til. Kvað mest að
þessum lögum í Munaðarneslæk. Pyktin 4 — 6 m. og sum-
staðar nokkuru meiri.
4. Jökulfágaðar klappir koma sumstaðar í ljós undir leirn-
um, þar sem dró til hæðanna í kring, t. d. í Fjósagrafar-
læk. Síefndu jökulrákirnar líkt og aðaldalurinn. Enginn jök-
ulruðningur (Moræne) huldi klappirnar undir leirnum, en
talsvert af lábörðum steinvölum var í leirnum næst klöpp-
unum.
Strjáling af sæskeljum fann jeg í leirlögunum (3) á þess-
um slóðum, einkum við Munaðarneslæk, hjer um bil 20 —
27 m. y s. Hefi jeg safnað hjer þessum tegundum:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), ca. 60 skeljar (L. 10 mm.1).
') Tala skeljanna hjer og síðar í greininni er miðuð við það, sem jeg
safnaði og flutti heim til rannsókna. Stærðarmálið er af stærsta ein-
staklingnum, er jeg fann á hverjum stað- (L==Iengd; H=hæð; mm,
=millimetri.)