Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 15
11
b) Sjávarlög við Pverá og í Örnólfsdal.
Jeg kannaði bakkana meðfram Pverá frá ármótum hennar
og Hvítár alla leið upp að Steinum. Síðar skoðaði jeg
leirbakka neðst við Litlu-Pverá og sæmyndanir neðst í
Örnólfsdal.
Vestan megin árinnar er víðáttumikil mýrlendisflatneskja
frá Hamraendum móti Neðranesi upp undir Hjarðarholt
og Steina. Er hún víðast 20 — 30 m. há y. s. Forn sjávar-
Iög mynda undirlag jarðvegsins; koma þau víða fram í
bökkum Þverár, bæði þykk leirlög, sjávarmöl og ægisandur.
Vestanvert við ána eru svipaðir marbakkar, á svipaðri hæð
y. s. umhverfis Kaðalstaði, Lunda og Steina.
Vestanvert við Þverá í Hamraendalandi, á móti Neðra-
nesi, er gamalkunnur skeljafundarstaður. Hefir Porvaldur
Thoroddsen getið hans fyrstur (Thoroddsen 1892 og 1904).
Þar eru háir leirbakkar við ána, ca. 20 m. háir y. s. Hafa
lækir grafið djúpa farvegi niður í sjávarlögin; eru þeir
nefndir Grófir. Par er einna mest af skeljunum.
Neðsta gilið (syðsta) er minst niðurgrafið, svo að jarð-
lagaskipunin sjest ekki glögglega. Par eru bakkarnir ca. 6
m. háir; jarðlagaröðin var þessi:
1. (efst) Grassvörður.
2. Leirborin mold.
3. Smáger lábarin möl og sandur.
4. Lagskiftur leir. Smálögin aðgreind af örþunnum lögum
af mjög smágerðum sandi. Fann jeg samlokur af Nucula
tenuis fastar í leirnum. Bæði í læknum sjálfum og leir-
ruðningnum í bökkunum fann jeg þessar tegundir:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 1 sk. (L. 7).
Leda pernula (Trönuskel), 2 sk. (L. 18,5).
Anomia sqamula (Gluggaskel), 1 sk. (L. 17).
Mytilus modiolus (Öðuskel), 1 sk. (L. 51).
Modiolaria nigra (Dökkhadda), 1 sk. (L. 48,7).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 2 láshlutar.
Astarte Banksii (Lambaskel), 9 sk. (L. 14).
Teljast 2 til aðaltegundarinnar (typica), eru stuttar og