Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 19
15
Þvi miður fann jeg þessar suðrænu tegundir (boreale)
hvergi fastar í iögunum, og gat því eigi sjeð með vissu,
hvar í lögunum þær ættu heima. En jeg tel líklegt, að þær
sjeu úr yngri lögunum, er ofúr lágu i bökkunum (leirlög 4),
því að á öðrum stöðum, þar sem jeg fann þessar tegundir,
voru þær aðeins í efri lögum marbakkanna.
Við skeljabakkana móti Neðranesi liggur Þverá ca. 10 m.
fyrir ofan sjávarmál og skeljalögin sjálf liggja 12 — 17 m.
y. s., en yfirborð marbakkanna, er lögin finnast í, liggja
hjer um bil 20 m. ofar en sjávarmál.
í leirbökkunum ofar með ánni fann jeg engar dýraleifar
fyr en í svonefndum Hjarðarholtslandbrotum. Eru það háir
og brattir leirbakkar, i krika vestan við Þverá, rjett fyrir
neðan Bakkakot. Þar er yfirborð marbakkanna 23 m. fyrir
ofan sjávarmál, en bakkarnir ca. 13 m. háir yfir ána. Lag-
skipun er þessi:
1. (efst) Orassvörður.
2. Sandur og lábarin möl, lagskift.
3. Leirlög með flám og millilögum af sandi og fínni möl.
Lög þessi eru lagskift og lögin alla vega beygð og bogin.
Tóku þau yfir miðbik bakkans.
4. Lagskiftur bláleir með mikið til lárjettum lögum. Náði
hann 2 — 4 m. yfir ána og gekk niður undir hana. Efri
hluti lagsins er lítið eitt sandblandinn. í lagi þessu voru
skeljarnar einkum niður við ána og í leirnum í árbotninum.
Tegundir fann jeg þessar:
Nucula tenuis (Oljáhnytla), 8 samlokur, 13 sk. (L. 11).
Leda pernula (Trönuskel), 18 samlókur, 10 sk. (L. 21,7),
algengasta tegundin; sátu víða 5—7 saman f hnapp i leirn-
um í sömu stellingum og þær hafa lifað.
Yoldia sp. (Kolkuskeljartegund), 3 sk. brotnar. Var eigi
hægt að sjá með vissu, hvort heldur brot þessi væru af
Yoldia hyperborea eða Yoldia limatula. Þó hygg jeg heldur,
að þau sjeu af síðari tegundinni.
Macoma calcaria (Hallloka), 1 sk. 3 brot (L. 20).
Mya truncata (Sandmiga), 1 sk. (L. 47,5). Skelin þunn
og þverstýfður efri endinn.