Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 25
21
1. (efst) undir grassverðinum þunt leirblandað malarlag.
2. 3 — 4 m. lagskiftur leir, með strjálum steinvölum og
stöku steinum ca. 20 cm. í þvermál.
3. ca. 60 m. víxllög af leir og sandi; lögin dálítið beygð
eða bogin, og steinar innan um alt að 20 cm. í þvermál,
sumir jökulnúnir.
4. Undirlagið var hin ísfágaða klappahlein; voru í hana
sorfin ca. 30 cm. djúp jökulplógför. í dældum klapparinnar
var lagskiftur leir.
Engar skeljar fann jeg í leirlögunum. Nokkru norðar er
lagskiftur skeljalaus Ieir í árbakkanum og mólög ofan á.
í Faxinu norðanvert við ána suður af Neðranesi eru neðst
við ána bugðótt leirlög lagskift, en ofar leir með lárjettum
lögum reglulegum. Eru smálögin (leirhvörfin) mislit, svo að
leirrendurnar líta út sem árhringir í trje (hvarfleir). Enn skýr-
ari eru þessi litbrigði í leirnum við Pverá rjett fyrir ofan
Faxið.
í dálitlum leirhöfða sunnan megin Hvítár, stuttan spöl
fyrir neðan ármót hennar og Flókadalsár, fann jeg sæskelj-
ar. Par er neðst lagskiftur leir (4 — 5 m.), sem ofan til er
sandborinn, en ofan til eru sand- og malarlög ca. 20 m. y.
s. Skeltegundirnar voru þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 2 samlokur, 10 sk. (L. 6,5).
Leda pernula (Trönuskel), 3 samlokur, 3 sk. (L. 13,6).
Axinus ýlexuosus (Hrukkubúlda), 1 samloka (H. 5,5).
Skeljarnar voru bæði neðst í leirnum niður við sjálfa ána
og líka ofar, þar sem leirinn var sandborinn, en engar í
sandlögunum efst; eru tegundirnar allar leirbotnstegundir.
Lagskipunin upp eftir bakkanum ber vott um minkandi
dýpi.
Háir leirbakkar eru að ánni að austan, milli Flókadalsár
og Reykjadalsár: Eru bakkarnir hjer um bil 15 m. háir upp
frá ánni, og bakkabrúnin, þar sem hún er hæst, ca. 25 m.
y. s. Neðri hlutinn er lagskiftur leir meira en upp til miðs
í bökkunum; ofar eru leirlögin sandborin með millilögum
af sandi, og efst sandlög. Neðan til, þar sem Kálfanesmel-
urinn kemur að ánni, eru sandlögin 2 — 3 m. á þykt. Eru
sandlögin víða menguð af járnefnum og orðin samanlímd