Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 26
22
af þeim. Undan Kálfanesmelnum er lagskipun leirlaganna
óskipulegri en ofar með ánni. Leirlögin eru beygluð neðan
til með strjálum steinum og sandflám á milli.
Skeljar voru á strjáli í öllum þessum leirbökkum, en mest
af þeim undan Kálfanesmelnum, þó hvergi nema skel og
skel á stangli.
Tegundirnar voru þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 13 samlokur, 30 skeljar (L. 10),
á dreif í Ieirlögunum milli ánna bæði efri og neðri.
Leda pernula (Trönuskel), 6 saml., 15 sk., 2 brot (L. 17,3,
en margar þó smáar). Á dreif í Ieirlögunum milli ánna; í
neðri leirlögunum, einkum norðan til í bakkanum, var teg-
undin smávaxin.
Mytilus modiolus (Öðuskel), 1 lítil skel brotin í sandborna
leirnum ofan til í bakkanum undan Kálfanesmelnum; laus
í lögunum.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 brot ofarlega í leirnum
hjá Kálfanesi, laus.
Astarte borealis (Gimburskel), 1 samloka (L. 5,5). Laus í
sandborna leirnum ofan til í bakkanum undan Kálfanes-
melnum.
Axinus flexuosus (Hrukkubúlda), 1 samloka í lausum leir
neðarlega í bakkanum;
Macoma calcaria (Hallloka), 2 sk. mjög þunnar (L. 14) í
efri leirlögunum sandbornu hjá Kálfanesmel.
Mya truncata (Sandmiga), 1 sk. gölluð, 2 brot (L. ca. 58),
skeljarnar þunnar, sú heillega heldur löng og þverstýfður
afturendinn. í lausum leir hjá Kálfanesi.
Saxicava rugosa (Rataskel), 1 sk. í lausum leirlögum.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 6 skelhlutar.
Neðri leirlögin eru án efa mynduð á mestu dýpi; lögin
þar fyrir ofan (sandborni leirinn og sandlögin) bera vott
um minkandi sjávardýpi, meðan á myndun þeirra stóð.
Nucula og Leda eru aðaltegundirnar í smágerva leirnum
neðan til, enda lifa þær helst á mjúkum leirbotni. Flestar
hinar tegundirnar virðast bundnar við sandbornu leirlögin
ofar í bakkanum, og Mytilus modioius fann jeg i þvi lagi.
Skeljaleifarnar á þessum tveim fundarstöðum, er jeg hjer