Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 28
24
hjallana (Thoroddsen 1892). Hvítárdalurinn hefir því verið
einn fjörður, er særinn stóð hæst, eftir að jökullinn við
endalok jökultímans var horfinn úr dalnum.
Fyrir norðan Deildartungur eru víðlendir melar, er skaga
þar frá fjallsmúlanum og ná langt til norðurs að Hvítá;
þar sem melarnir eru hæstir, upp af túninu á Brekkukoti,
cr hæð peirra 80 m. y. s. Eru melarnir allir þangað upp
liuldir brimnúinni möl.
d) Sjávarminjar meðfram Reykjadalsd og Geirsd.
Leirbakkar eru víða með Reykjadalsá alla leið frá Kletti
upp á móts við Deildartungu. Á því svæði rennur áin í
mörgum kröppum bugðum eftir hallalitlu flatlendi, sem ligg-
ur 20 — 25 m. y. s. Kannaði jeg leirbakkann allrækilega frá
vaði niður af Deildartungu niður á móts við Stórakropp.
Hjer eins og víðast annarsstaðar á láglendinu var undirlag
bakkanna lagskiftur leir, en ofan á sandur og malarlög.
Skeljar fann jeg á einum stað við ána, í háum leirbökk-
um neðanvert við svonefndan Kliflæk og Votaberg, sunn-
an megin árinnar, skamt fyrir norðan túnið á Stórakroppi.
Rar eru sjávarlögin 10 — 12 m. á þykt. Röð jarðlaganna er
þessi.
1. Grassvörður og jarðvegur (efst).
2. Leirborinn sandur með smágervri möl 2 — 3 m.
3. Stórger möl og blönduð sandi og leir 2 — 3 m.
4. Lagskiftur leir 5 — 6 m., sand- og malarborinn efst, en
fínni þegar neðar dró. í lagi þessu var strjálingur af
skeljum.
Tegundirnar voru:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 1 sk. (L. 10,5).
Leda pernula (Trönuskel), 1 sk., 1 brot (L. 7).
Axinus flexuosus (Hrukkubúlda), 1 samloka (H. 6).
Mya truncata (Sandmiga), 1 láshluti og nokkur brot önn-
ur af heldur stórum og þunnum skeljum með þverstýfðum
eftri enda.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 4 láshlutar.