Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Qupperneq 31
27
Tegundir fann jeg þessar:
Nucula íenuis (Gljáhnytla), 1 sk. (L. 8,3).
Leda pernula (Trönuskel), 1 saml. og 1 sk. (L. 18,5).
Mya iruncata (Sandmiga), 2 sk. (L. 56), þunnar með þver-
stýfðan eftri enda. Föst í leirnum í árfarveginum.
Lyonsia arenosa (Sandkænuskel), 1 hálf skel, fremri hlut-
inn (H. 7).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 1 brot.
Hæð skeljalagsins y. s. 15—17 m.
Lengra upp með ánni, móti eyðibýlinu Kálfanesi, koma
Ieiriög fram í melbökkunum á alllöngum kafla. Par fann jeg
einnig nokkuð af skeljum, en mjög voru þær strjálar. í
lækjarskorningum, er ganga þar suður í melana, sjest, að
undirlagið er lagskiftur leir, blandinn smárri möl og sandi
°g sumstaðar í honum nokkuð af grjóti og jökulnúnum
steinum, einkum syðst í skorningunum. Ofan á leirnum eru
malar- og sandlög, leirborin neðan til. Eru þau víða all-
Þykk. Annars var jarðlagaskipunin víða óskýr og ruglings-
•eg, enda örðugt aó kanna lögin, vegna leirruðnings og
•ausra jarðlaga.
Skeljategundirnar, er jeg safnaði hjer, voru þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 1 saml., 4 sk. (L. 10).
Leda pernula (Trönuskel), 14 sk. (L. 22).
Macoma calcaria (Hallloka), 3 sk. gallaðar.
Mya truncata (Sandmiga), 2 láshlutar og nokkur brot, sum
af allstórum, eintökum.
Saxicava rugosa (Rataskel), 1 sk. (L. 17).
Auk þess nokkur brot af hrúðurkörlum (Balanus sp.).
Allar voru skeljarnar lausar í leirruðningnum framan í
melunum og í lækjarskorningunum, en þó mátti sjá, að
þær voru eingöngu bundnar við leirlögin, er undir lágu.
Ofar með ánni, þar sem hún beygir til suðurs, eru mel-
ar með núinni möl 40 — 50 m. háir yfir sjó, einkum austan-
vert við Flóká, milli hennar og Geirsár. Fara melar þessir
hækkandi upp með ánni, og fyrir neðan Steðja eru malar-
þrep 70-75 m. hátt y. s. Par fann jeg í lækjarfarveg lag-
skift sandblandin leirlög undir mölinni framan í melþrepinu.