Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 33
29
Auk þess sá jeg í Pingnesi kúskel (Cyprina islandica), er
mjer var sagt að myndi vera fundin á þessuin stað, en eigi
var talið alveg víst, að svo væri.
Skeljalagið liggur 4 — 6 m. y. s. Jarðlögin, er skeljarnar
voru í, eru óefað ung; til orðin síðla á þeim tíma, er Iand-
ið var að lækka og sær fór grynkandi á þessum stöðum,
það sýnir samsetning laganna: jöfn stigbreyting upp á við
frá leir til sands og malar.
Ofar með ánni eru og leirbakkar. Kannaði jeg þá austan
við ána, þar sem hún beygir til suðurs fyrir neðan kletta-
ásana S.V. af Blundsvatni. F*ar voru lög af lábarinni möl
og sandi í efri hluta bakkanna, neðar óreglulega lagskift-
ur leir. Sumstaðar var undirlagið jökulfágaðar klappir. Um-
hverfis Hólmavað fyrir neðan Laxfoss eru og leirbakkar við
ána, en engar fann jeg þar skeljar.
Fyrir neðan Tröllfoss niður af Fosstúni eru 15 — 20 m.
háir leirbakkar norðanvert við ána, er ná hjer um bil 35 m.
y. s. Eru þeir myndaðir af lagskiftum sjávarleir, sem er
talsvert grýttur neðst og nokkuð upp eftir, steinarnir flestir
núnir og sumir með jökulrispum, efst malarlög.
Fyrir ofan Fosstún eru háir og víðáttumiklir melar. Ná
þeir frá Varmalækjarmúla suður af vöðunum við Orímsá.
Hefst melahallinn við túnjaðarinn á Fosstúni á ca. 40 m.
hæð y. s., og er bratt upp á melröndina. Hið efra er mela-
flöturinn 70 — 75 m. hár y. s. og alþakinn núinni möl og
steinum. Lagskipunin í melunum sjest við læk í melskarð-
inu, þar sem vegurinn liggur upp frá Fosstúni.
1) (efst) Hjer um bil lárjett lög af lábarinni möl.
2) Allþykk lög af lagskiftum sandi og smárri möl. Ofan
til hallar lögunum mjög niður frá melunum, en neðan til
eru þau hallalítil eða lárjett.
3) Neðst lagskiftur leir (40 — 50 m. y. s.).
Leirlögin eru elst, líklega mynduð er særinn stóð hæst á
þessum slóðum.
Að ofan eru melarnir nokkuð mishæðóttir; er eigi ólík-
legt, að undirlagið sje sumstaðar forn jökulruðningur, er
skriðjöklar framan úr dalnum hafi ekið út í dalmynnið, áður
en særinn gekk hjer yfir. Enda sá jeg jökulborna steina á