Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 34
30
klettaásnum (Götuás), er liggur þvert fyrir mynni Lunda-
reykjadals, fyrir sunnan vöðin.
Hjá Múlakoti austur af Fosstúnsmelum eru öldur eða
melar 80 — 90 m. y. s. Ef til vill eru það fornir marbakkar.
í Lundareykjadal sunnan megin árinnar eru greinilegir
lárjettir marbakkar inn eftir hlíðinni inn að Krossi. Ná þeir
75 — 80 m. y. s.
Innri hluta Lundareykjadals kannaði jeg eigi; en óefað
hefir mestur hluti dalsins legið undir sjó, er særinn gekk
sem hæst, því að bergþrepið í dalmynninu er eigi svo hátt
(ca. 50 m. y. s.), að það gæti hindrað innrás sævarins í
dalinn, og dalbotninn er miklu lægri en efstu sjávarmörk í
dalmynninu, því að inn fyrir Gullberastaði er flatlendið
með ánni hvergi hærra en 40 — 50 m. y. s.
Brimnúið grjót er víða í holtum fyrir austan túnið á Hesti,
og fjöruborð með lábarinni möl er þar ofarlega við tún-
jaðarinn að vestan 75 — 80 m. y. s. Vegurinn þaðan út að
Djúpadal hjá Hestfjalli liggur eftir brimþrépum, þöktum lá-
barinni möl.
g) Fornar sjávarminjar í Andakil og Skorradal.
Klettahaft liggur þvert yfir mynni Skorradals. Er það um
50 m. hátt y. s., þar sem Andakílsá rennur fram af því
ofan á láglendið; fer það hækkandi á báða vegi frá ánni
og er ca. 80 m. hátt y. s. þar sem það er hæst.
Norðan megin árinnar eru víðáttumiklir melar í dalmynn-
inu, er líkjast sjávarmelum; liggja þeir 60 — 70 m. y. s.
Dalurinn fyrir innan er nokkuru lægri. Skorradalsvatn, er
nær yfir meiri hluta dalsins, er 57 m. y. s. Dalurinn og
þröskuldurinn í mynni hans liggja því lægra en efstu sjávar-
mörk hjer í nágrenninu. Hafi jöklar eigi fylt dalinn, þegar
sjórinn náði til efstu sjávarmarka í Borgarfirði, er líklegt,
að sjórinn hafi þá fallið inn í dalinn. Eigi fann jeg þó
glöggar sjávarminjar í inndalnum. Umhverfis Villingadalsá
fyrir ofan Stóru-Drageyri eru malarþrep með núinni möl
60—70 m. y s. í dalmynninu fyrir utan vatnið eru og víða