Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 35
31
melar og malaröldur, með lábarinni möl, er líkjast fornum
sæmyndunum, en jeg hafði eigi tíma til að kanna þær.
Fyrir utan dalinn neðan við fossana í Andakílsá eru
greinilegir marbakkar 30 — 40 m. y. s., þaktir lábarinni möl;
koma leirlög fram í þeim við ána niður undir láglendinu.
Fyrir norðan Andakílsá og vestan Hestfjall er landið mjög
mishæðótt, víða bergásar og klettaborgir 50 — 60 m. háar
y- s. og sumstaðar nokkuru hærri. Utan í ásunum og í
lægðunum milli þeirra eru mjög víða fjöruborð og brim-
núin möl. Við túnið á Hvikstöðum er fjöruborð með lá-
börðu grjóti 40 — 50 m. y. s. Umhverfis Vatnshamra eru
melaþrep með sjávarmöl 40 m. y. s. Hjá Hvanneyri er og
brimnúin möl í melum og malarþrepum ca. 20 m. y. s.
Sunnan við láglendið eru skýrir marbakkar, er mynda all-
breiða hjalla utan í Brekkufjalli. Hjá Skeljabrekku er undirlagið
1 hjallanum sumstaðar líparít-berg, en að ofan eru þeir þaktir
brimnúinni möl. Mátti rekja hana upp að hlíðarlögginni 60
m- y. s. Taka þar við skriður úr hömrunum fyrir ofan.
Niður af Tungukoll milli Orjóteyrar og Seleyrar eru og
breiðir malarhjallar 65 — 70 m. háir y. s. Utan í melhjöll-
unum niður að sjónum koma lagskift leirlög fram við læki.
Fyrir ofan bæinn á Grjóteyri fann jeg skeljar í leirlögum
við Tunguá, þar sem vegurinn liggur upp með ánni að
vestan. Jarðlagaskipunin í árbakkanum er sýnd á eftirfar-
andi mynd (1.); er röð laganna þessi:
1 ■ Mynd. Jarðlagaskipun í marbakka hjá Grjóteyri, Sk., lög með fornskeljum.