Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 38
34
y. s.). Lábarin möl og lágir malarkambar eru víða á yfir-
borðinu, en grunt á berginu undir, og víða standa brimþrep
og lágir klettastallar upp úr mölinni.
h) Melabakkar og Ásbakkar í Melasveit.
Fyrir sunnan Hafná byrjar langur melrani. Liggur hann
til suðurs allfjarri sjónum og endar í svonefndum Fiski-
lækjarmelum hjá Fiskilæk. Melarnir eru þaktir fjörumöl og
liggja 40 — 50 m. hátt y. s.
Ofanvert (austan) við mela þessa er graslendi og mýrar-
sund með tjörnum, er aðgreinir þá frá háum melrana, er
liggur fyrir austan, frá fjallinu Ölver, suður undir Skorrholt
(Skorrholtsmelar).
Fyrir vestan melana, norðan til, eru mýrlendir hallar og
klappir með ströndum fram suður að Belgsholti. Sunnar
liggur 4 km. breið, grasi gróin flatneskja frá melunum suður
og vestur að sjó. Liggur hún víðast 30 — 40 m. hátt yfir sjó.
Endar hún í 20 — 30 m. háum, þverhníptum bökkum, er liggja
meðfram fjörunni alla leið frá Melum í Melasveit suður að Súlu-
eyri við Leirárvoga. I bökkunum eru eintóm forn sjávarlög og
sumstaðar skeljar. Eru þverskurðir laganna hreinir og skýr-
ir, 20 — 30 m. háir upp frá fjöru; sýna þeir Ijóslega stig-
breytinguna á lagskipuninni eftir því sem sjávarstaðan breytt-
ist, Pví miður hafði jeg ekki tíma til að rannsaka bakkana
svo nákvæmlega sem jeg hefði kosið. Æskilegt hefði verið
að mæla þverskurðina og taka samhangandi myndir af þeim
á allöngum köflum, því að hjer má ýmislegt sjá, er aukið get-
ur skilning á sæmyndunum yfirleitt.
Við fjöruna, neðanvert við túnið í Belgsholti, er brattur
bakki ca. 10 m. hár y. s. Neðan til í honum eru lagskift
leirlög talsvert sandborin, einkum ofan til. Er strjál af smá-
gervri möl innan um og stöku steinar allstórir; ná lög
þessi ca. 8 m. y. s. Efst um 2 m. þykk sandlög. Fornar
skeljar voru í leirnum, einkum í sandflám ofan til í honum.
Tegundirnar voru þessar: