Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 38

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 38
34 y. s.). Lábarin möl og lágir malarkambar eru víða á yfir- borðinu, en grunt á berginu undir, og víða standa brimþrep og lágir klettastallar upp úr mölinni. h) Melabakkar og Ásbakkar í Melasveit. Fyrir sunnan Hafná byrjar langur melrani. Liggur hann til suðurs allfjarri sjónum og endar í svonefndum Fiski- lækjarmelum hjá Fiskilæk. Melarnir eru þaktir fjörumöl og liggja 40 — 50 m. hátt y. s. Ofanvert (austan) við mela þessa er graslendi og mýrar- sund með tjörnum, er aðgreinir þá frá háum melrana, er liggur fyrir austan, frá fjallinu Ölver, suður undir Skorrholt (Skorrholtsmelar). Fyrir vestan melana, norðan til, eru mýrlendir hallar og klappir með ströndum fram suður að Belgsholti. Sunnar liggur 4 km. breið, grasi gróin flatneskja frá melunum suður og vestur að sjó. Liggur hún víðast 30 — 40 m. hátt yfir sjó. Endar hún í 20 — 30 m. háum, þverhníptum bökkum, er liggja meðfram fjörunni alla leið frá Melum í Melasveit suður að Súlu- eyri við Leirárvoga. I bökkunum eru eintóm forn sjávarlög og sumstaðar skeljar. Eru þverskurðir laganna hreinir og skýr- ir, 20 — 30 m. háir upp frá fjöru; sýna þeir Ijóslega stig- breytinguna á lagskipuninni eftir því sem sjávarstaðan breytt- ist, Pví miður hafði jeg ekki tíma til að rannsaka bakkana svo nákvæmlega sem jeg hefði kosið. Æskilegt hefði verið að mæla þverskurðina og taka samhangandi myndir af þeim á allöngum köflum, því að hjer má ýmislegt sjá, er aukið get- ur skilning á sæmyndunum yfirleitt. Við fjöruna, neðanvert við túnið í Belgsholti, er brattur bakki ca. 10 m. hár y. s. Neðan til í honum eru lagskift leirlög talsvert sandborin, einkum ofan til. Er strjál af smá- gervri möl innan um og stöku steinar allstórir; ná lög þessi ca. 8 m. y. s. Efst um 2 m. þykk sandlög. Fornar skeljar voru í leirnum, einkum í sandflám ofan til í honum. Tegundirnar voru þessar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.