Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 42
38
Þar gengur bugðuleirinn (1), sem er elstur, hátt upp
í bakkann; lítur svo út sem djúpar geilar eða dældir hafi
grafist í hann á einn eða annan hátt, eftir að hann mynd-
aðist. Síðan hafa lagskift lárjett leirlög (2) safnast í dæld-
irnar og ofan á þau sandborin malarlög (3), og að síðustu
hafa sandlög (4) breiðst yfir alt saman.
Hafi jeg lesið þessa skipun laganna rjett í bökkunum,
virðist svo sem undirstöðuleirinn og efri lögin í bökkun-
unum sjeu mjög misaldra, og á tímabilinu, sem leið á milli
þess að efri (2 — 4) og neðri lögin (1) mynduðust, hafi dæld-
irnar grafist í bugðaleirinn. Ef til vill hafa sterkir straumar
eða öldurót myndað dældirnar. Ef svo hefði verið, væru
nokkrar líkur til, að sjávarstaðan hafi breytst t. d. dýpið
minkað yfir leirnum, þegar dældirnar grófust. Eftir það hefði
sjórinn svo hækkað og dældirnar fylst af leir. Um þetta
verður þó ekkert fullyrt að sinni.
í syðri bökkunum suður undir Ási voru á einstöku stað
leirlögin tvö, aðgreind af malarlagi. Þannig var það í gil-
skorning fyrir sunnan túnið á Ási eins og eftirfarandi mynd
(4) sýnir:
4. Mynd. Jarðlagaskipun í gilskorningi hjá Ási.
Leirlögin tvö, aðgreind af malarlagi.
1) Lagskiftur leir, 2) möl, sandur og lábarðir steinar alt
að 15 cm. í þvermál, 3) leirlög, 4) sandlög.
Nokkru sunnar var skipun laganna þessi (sjá 5. mynd):