Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 43
39
1. Malarkúfur með sandi og leir milli steina. Steinarnir
sumir ósljettir með hvössum röndum, aðrir núnir, en enga
sá jeg ísrákaða.
2. Bogin sandborin leirlög blandin núinni möl, er hall-
ast upp að malarkúfnum.
3. Lagskiftur leir með þunnum millilögum af sandi.
4. Smáger möl nokkuð sandblandin, Ijósrauð af járnlá.
5. Malarlög dökkrauð af járnlá.
C<-<. Z.) -m </■■ i
5. Mynd. Jarðlagaskipun í Ásbökkum
skamt fyrir sunnan Ás.
Annars var lagskipunin í bökkunum mjög breytileg, eink-
um sunnan til, og þarf góðan tíma til að átta sig á henni
til fulls og skilja til hlítar samhengið milli laganna.
Nokkrar skeljar eru í suðurhluta bakkanna, einkum fyrir
sunnan Ás og nálægt Súlueyri; safnaði jeg á báðum stöðum
eftirfarandi tegundum. Á síðari staðnum voru skeljarnar í
stykkjum af sandblöndnum leirsteini, er fallið höfðu úr bökk-
unum. Var leirsteinninn svo þjettur og harður, að fullörð-
ugt var að vinna hana með meitli þannig að skeljarnar
næðust heilar. Tegundir voru þessar.
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 1 samloka (L. 6,3).
Leda pernula (Trönuskel), 1 sk. (L. 13,7).
Pecten islándicus (Hörpudiskur), 2 sk. brotnar, önnur með
tveimur stórum hrúðurkörlum (Balanus).
Astarte Banksii (Lambaskel), láshluti af 1 skel (L. ca. 16).
A. elliptica (Dorraskel), 1 samloka og 2 sk. (L. 22).