Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 45
41
Saxicava rugosa (Rataskel), mjög algeng, 9 sk. (L. 46,5).
í þykkra lagi (1 sk., L. 46,5, H. 25,5, F\ 15 gr.).
Buccinum undatum (Beitukóngur), 1 eint. lítið (H. 27,5)
annað stærra brotið.
Buccinum grönlandicum (Grænlandskóngur), 1 eintak (H.
27,5.).
Trophon clathratus (Kambdofri), 3 eint. (H, 28; var. grandis,
Mörch).
Auk þess Balanus porcatus (Hrúðurkarl), algengur á
hörpudiskum.
Leirinn í bökkum þessum er mjúkur og laus í sjer, en
ekki harður og móhellukendur eins og í háu bökkunum
hjá Melum og Ási.
Leirbakkar svipaðir þessum eru víðar í víkunum inn með
Leirárvogum að norðan, en jeg kannaði þá eigi nákvæm-
•ega nema í Súluvogi.
i) Sjávarlög umhverfis Leirá.
Melar eða malarhólahryggur gengur eins og áður er get-
ið í suður frá fjallinu Ölver, sem er strýtumyndað fjall
sunnan og austan til við Hafnarfjall, aðgreint frá því af
Hafnardal upp af Höfn. Hryggur þessi nær suður að Skorr-
holti og heita þar Skorrholtsmelar. Fyrir ofan Skorrholt eru
melarnir 40 — 50 m. háir y. s., en hækka þegar ofar dregur.
Fyrir austan Fiskilæk eru aðalmelarnir 60 — 70 m. háir y. s.
Allur neðri hluti melanna, er jeg fór um (upp að 75 — 80
m. hæð y. s.), er þakinn lábarinni möl og brimbörðum
steinum og sjest víða móta fyrir lágum, öldumynduðum
malarkömbum á yfirborði þeirra. Það er því augljóst, að
mestur hluti melanna hefir eitt sinn legið undir sjó. Jeg
kom ekki upp á hæstu ölduna fyrir austan Fiskiiæk, er nær
ca. 90 m. y. s. og veit því eigi með vissu, hvort mölin
þar efst er brimnúin.
Landslagið á melhrygg þessum er nokkuð frábrugðið því,
sem algengast er á bökkum eða melum, sem hlaðist hafa
upp af sjávarlögum. Reir eru mjög mishæðóttir hið efra og